Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 8
6
töku ýmissa ríkisstofnana, þar á meðal háskólans. Þetta er
mikilsverð byrjun. Mér er í þessu sambandi mikil ánægja að
geta þess, að nýlega hefur háskólinn tekið til varðveizlu stórt
og dýrmætt bókasafn um kjarnfræði, sem stjórn Bandaríkj-
anna hefur gefið íslendingum. Þessi mikla gjöf stendur í beinu
sambandi við fyrirheit forseta Bandaríkjanna á Genfarráð-
stefnunni í fyrra um að láta öðrum þjóðum í té þá vitneskju
um notkun kjarnorkunnar, er Bandaríkin ætti ráð á. Mér
skilst, að þetta bókasafn hafi inni að halda meginið af því,
sem mönnum er nú kunnugt um kjamorkuna, eðli hennar og
notkun í hvers konar atvinnurekstri, til lækninga o. s. frv., en
í þessum efnum er enn að vænta stórkostlegra möguleika, eftir
því sem þekking og reynsla í notkun kjarnorkunnar eykst. Má
vera, að við þurfum ekki fyrst um sinn á kjarnorkunni að
halda til orkuframleiðslu, en hér er um miklu víðtækari not
að ræða. Og það er fyllilega kominn tími til að hefjast handa
um að notfæra okkur þessa möguleika. Ég hef fyrir hönd há-
skólans farið þess á leit við hlutaðeigandi stjórnarvöld, að nú
þegar verði stofnað kennaraembætti í eðlisfræði við verk-
fræðideild háskólans. Það er hugmynd mín, að þessi kennari
geti til að byrja með a. m. k. jafnframt veitt forstöðu stofnun,
er hefði með höndum mælingar á geislavirkum efnum til notk-
unar við sjúkrahús og í ýmsum atvinnugreinum m. m. Ég skal
ekki halda mjög langt út í þetta mál. Það mun verða sótt á
öðrum vettvangi og með tilstyrk manna, sem vegna þekkingar
á málum þessum hafa sterkari aðstöðu til að tala fyrir þeim
en ég. Ég vil aðeins láta í ljósi ósk mína um, að þessu mikla
hagsmunamáli verði fullur gaumur gefinn og því veitt nauð-
synleg fyrirgreiðsla. Ég vil líka vekja athygli á því, að í skóla-
kerfi landsins hefur of lengi verið vanrækt að leggja nægilega
áherzlu á kennslu í náttúruvísindum og stærðfræði, en hér er
um að ræða undirstöðufræði í starfslífi þjóðar vorrar í ná-
inni framtíð. Mér er jafnvel sagt, að eins og nú er ástatt, sé
trauðlega unnt, vegna skorts á hæfum kennurum, að halda
uppi þeirri ófullkomnu fræðslu um þessi efni, sem fræðslulög
gera þó ráð fyrir frá gamalli tíð. Úr þessu verður að bæta hið