Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 172
170
fulltrúann hjá IUS á s. 1. vori, og lofaði hann að reka á eftir mál-
inu, en engan árangur virðist það hafa borið enn.
2. Bandaríkin. í lok októbermánaðar átti formaður viðræður við
einn hinna bandarísku stúdenta frá Minnesota-háskóla, sem hér dvöld-
ust þá í stúdentaskiptum. Kom þar fram, að æskilegt væri að koma
á áframhaldandi stúdentaskiptum við Minnesota, þannig, að stúd-
entar færu héðan til námsdvalar í Minnesota, en aðrir kæmu í stað-
inn hingað sömu erinda.
Var að lokum ákveðið, að hinn bandaríski stúdent athugaði vestra,
hver grundvöllur væri þar fyrir slíkum skiptum og skrifaði síðan
Stúdentaráði nánar um málið. Bréf hefur ekki borizt enn, og málið
því fallið niður að sinni.
3. Noröurlönd. Stúdentaráð fól formanni að vekja máls á því á
formannaráðstefnunni í Helsingfors í febrúar s. 1., hvort unnt væri
að koma á stúdentaskiptum milli íslands og einhvers Norðurlandanna.
Rætt var óformlega við ýmsa fulltrúana þar um þetta mál, og virt-
ust þeir almennt á þeirri skoðun, að vandamál stúdenta, áhugamál
þeirra og stúdentalíf almennt væri svo svipað á Norðurlöndunum,
að fremur bæri að beita sér fyrir almennum stúdentaskiptum við
lönd, þar sem stúdentalíf væri ólíkt því, er gerist í heimalandinu.
Féllst formaður á þessi rök fyrir sitt leyti.
í þessu sambandi mætti beina því til næsta Stúdentaráðs, hvort
ekki væri rétt, að ráðið beitti sér fyrir því, að komið yrði á stúd-
entaskiptum einstakra deilda við hliðstæðar deildir á Norðurlöndum
og víðar. Slík skipti eru e. t. v. gagnlegri þátttakendum sjálfum og
viðkomandi deildum. Stúdentalífinu almennt er auk þess engu síður
hægt að kynnast í slíkum ferðum.
Handbók stúdenta.
Snemma á starfsárinu samþykkti ráðið tillögu frá meirihluta ráðs-
ins um að gefa út handbók stúdenta. í greinargerð fyrir tillögunni
var bent á, hve brýn nauðsyn stúdentum er á því að eiga handbók
um námstilhögun hér heima og erlendis og um félagslíf o. fl., sem
við kemur háskólalífinu. Síðast kom handbók stúdenta út á árinu
1947, og er hún að sjálfsögðu úrelt og að auki löngu uppseld. Mál
þetta var rætt við rektor, og lýsti hann yfir eindregnum stuðningi
sínum við málið. Hvatti hann ráðið til þess að hef jast handa um út-
gáfuna, og myndi fjárhagsgrundvöllur tryggður síðar. Nokkru síðar
samþykkti ráðið að fela Benedikt Blöndal stud. jur. að annast rit-
stjórn handbókarinnar. Hóf hann þegar undirbúning og viðaði að
sér efni, innlendu og erlendu. Svo sem mönnum er kunnugt og getið
er á öðrum stað hér í Vettvangnum, voru sett á síðastliðnu vori ný