Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 166
164
verðlaunaafhending, en ýmsir hinna erlendu þátttakenda þökkuðu
móttökurnar.
Daginn eftir flugu hinir erlendu gestir heimleiðis, og virtust þeir
mjög ánægðir með dvöl sína hér og allan undirbúning. Nefndin hef-
ur haldið áfram störfum, en mun brátt ljúka þeim, og gerir þá
væntanlega nánari grein fyrir starfsemi sinni.
Bókmenntdkynningar.
Þegar í upphafi starfsárs voru þessir stúdentar kosnir í bókmennta-
kynningarnefnd: Benedikt Blöndal stud. jur., Magnús Þórðarson stud.
jur. og Ólafur Pálmason stud. mag. Sá nefndin um tvær kynningar
síðastliðinn vetur.
Fyrri kynningin var haldin sunnudaginn 16. des., og voru þá kynnt
verk Gríms Thomsens. Formaður Stúdentaráðs flutti ávarp, Andrés
Björnsson cand. mag. hélt ýtarlegt erindi um skáldið, en Lárus Páls-
son leikari, Þorsteinn Hannesson óperusöngvari, Kristín Anna Þórar-
insdóttir leikkona, Gunnar G. Schram cand. jur. og Konráð Sigurðs-
son stud. med. fluttu nokkur kvæða Gríms. Aðsókn var góð að kynn-
ingu þessari.
Síðari kynningin var haldin sunnudaginn 31. marz. Var þá f jallað
um dr. Helga Pjeturss. Að venju flutti formaður Stúdentaráðs ávarp.
Síðan flutti Jóhannes Áskelsson jarðfræðingur fróðlegt erindi um
náttúrufræðinginn Helga Pjeturss og bókmenntalegt gildi verka hans.
Gunnar Ragnarsson heimspekingur hélt merkilegt erindi um heim-
spekikenningar dr. Helga, sem mikla athygli vakti, enda spunnust
bæði blaðaskrif og fundahöld út af því. Úr verkum dr. Helga lásu
þeir Óskar Halldórsson stud. mag. og Ólafur Jens Pétursson stud.
philol.
Báðum kynningunum var útvarpað af segulbandi, skömmu eftir að
þær höfðu verið fluttar.
Nú þegar er hafinn undirbúningur að tveimur kynningum á kom-
andi vetri. Þyrfti fráfarandi nefnd jafnan að skila nokkru undirbún-
ingsstarfi í hendur hinnar næstu, en svo var ekki, þegar þessi nefnd
tók við, þótt sjálf tæki hin fyrri við fullbúinni kynningu úr höndum
forvera sinna.
Félagslieimili stúdenta.
Frá stjórn Félagsheimilis stúdenta hefur borizt eftirfarandi:
„S. 1. ár hefur enn verið haldið áfram athugun á möguleikum þess
að koma upp í náinni framtíð myndarlegu félagsheimili stúdenta.
Athugunin hefur einkum beinzt að því: 1) að kanna um hugsanlegan
stað fyrir félagsheimili til langrar framtíðar; 2) og hins vegar væn-