Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 101
99
og önnur stórvirki þau er hann gerði“ í sigursælum leiðaungr-
um sínum, en „þó var hann eigi svo mikillátur", segir Þorgnýr
lögmaður, „að eigi hlýddi hann mönnum, ef skylt áttu við
hann að ræða“. Er þar skemst af að segja, að Ólafur kon-
úngur Eiríksson segir að lokum að hann vill vera láta sem
bændur vilji, og hefur þann formála, að „svo hafa gert allir
svíakonúngar, að láta bændur ráða með sér öllu því er þeir
vildu“. Þau orð leggur Snorri enn í munn Þorgný lögmanni
þá er hann mælir við einn höfðingja sem honum þykir ekki
hafa til síns ágætis utan tignarnafnið: „þyki mér það eigi
óvirðilegra að vera í bóndatölu, og vera frjáls orða sinna að
mæla slikt er hann vill, er konúngur sé hjá“.
Lýðræðisandi er sem sé eingin nýbóla í hinu forna kon-
úngsríki Svíþjóð. Og svo hygg ég vera muni enn i dag, ef vér
íslendíngar skyldum taka til eitthvert ríki í heiminum þar sem
siður væri haf milli almenníngs og þeirra sem ráða fyrir landi,
þá mundum vér nefna Svíþjóð.
Konúngum ber að vísu eigi persónulegt lof, heldur lof þess
lands sem þeir ráða. Vesalt land lofar ekki landstjórnarmann
sinn fyrir heiminum. Vér þekkjum ekki land á heimsbygðinni
þar sem hagur almennings standi með meiri blóma en í Svía-
veldi; land þar sem siðmenníng standi með meiri þroska í
flestum greinum, og svo visindum og lærdómi sem almennum
vinnubrögðum. Og einsog verður í þeim löndum einum þar sem
hagur almenníngs stendur með blóma, þar ríkir með mönnum
frelsi til orðs og æðis. Þótt svíar hafi verið höfðíngjar í lund
eins lángt aftur og íslenskar sögur kunna að rekja, þá er erfitt
að benda á land þar sem lýðræðisandi sé rótgrónari að fornu
og nýu en í Svíþjóð; og nú hefur leingi ráðið Uppsalaauði kon-
úngsætt að sama skapi eirusöm og friðgóð sem hún hefur ver-
ið landi sínu giftudrjúg. Slík freistíng sem það væri að rekja
í velkomandaminni persónulegt lof Gústafs konúngs VI., þá
verður þessi konúngur þó mest lofaður af landi sínu og því
ríki sem hann stýrir, og meiri virðíngar nýtur i heiminum
sökum góðs stjórnarfars og hárrar menníngar en mörg þau
ríki sem meiri eru að stærð og afli. Hið únga islenska nútíma-