Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 78
76
hún kom til hans, var hann skipaður lögráðamaður hennar, enda
var hún munaðarlaus.
Árni hafði oft rætt það við kunningja sinn, Sigurð Sigurðsson
hæstaréttarlögmann, að hann vildi gera erfðaskrá, til þess að tryggja
framtíð Guðrúnar. Dráttur varð þó á þessu, þar til haustið 1955,
að Árni bað Sigurð að ganga frá erfðaskránni á þann hátt, að Guð-
rúnu yrðu ánafnaðar kr. 100.000,00 í nánar tilteknum verðmætum.
Hinn 10. sept. kom Árni á skrifstofu Sigurðar og leit yfir drög
þau, sem gerð höfðu verið að erfðaskránni. Féllst hann á þau, og
var ákveðið, að erfðaskráin skyldi hreinrituð og Árni kæmi morgun-
inn eftir til þess að undirrita hana, og yrðu þá arfleiðsluvottar við.
Er Árni kom heim, sagði hann Guðrúnu, að nú væri hann búinn
að tryggja framtíð hennar, og yrði endanlega gengið frá því á morg-
un. Skýrði hann henni nánar frá, um hver verðmæti væri að ræða,
og nefndi m. a. flygil, er þar var í dagstofunni. Flygil þennan hafði
Árni á sínum tíma keypt til þess, að Guðrún gæti notað hann, en
hún var mjög músíkelsk og hann reyndar líka.
Um kvöldið voru tveir kunningjar Árna, þeir Sigurður Sigurðs-
son hrl. og Jón Jónsson, er síðar greinir, gestir hans. Lék Guðrún á
flygilinn fyrir þá um stund, en að því loknu hældi Árni henni fyrir
frammistöðuna og sagði m. a., að hún væri sannarlega vel að því
komin að eiga svona góðan flygil. Sjálfum honum væri nær að spila
á mandólín. Guðrún vék sér litlu síðar eitthvað frá, og ræddu þeir
kunningjar þá um, hve efnileg Guðrún væri, svo og um það, sem
Árni ætlaði henni.
Árni ók bifreið sinni á tilskildum tíma á leið til Sigurðar, en þá
varð það óhapp, að hann lenti í árekstri við aðra bifreið, AB-100, og
beið bana. Við rannsókn á slysinu kom fram, að báðir ökumenn áttu
sök. Má telja henni rétt skipt þannig, að Árni beri y3, en hinn öku-
maðurinn, Gísli Gíslason, %, enda var og Gísla refsað. En þannig
stóð á um ferðir hans, að hann, sem var bifreiðarstjóri hjá Davíð
nokkrum Davíðssyni, hafði tekið bifreið Davíðs traustataki til þess
að sækja konu sína, sem var að koma með flugvél.
Er þetta bar til, var Guðrún 17 ára, og var henni nú skipaður nýr
lögráðamaður, Jón Jónsson.
Bú Árna var tekið til opinberra skipta, og var einkaerfingi hans
að lögum bróðursonur hans, Einar Einarsson. Véfengdi hann erfða-
rétt Guðrúnar.
Daginn áður en slysið varð, hafði Árni pantað sér kjólföt hjá Helga
Jónssyni klæðskera. Var mál tekið og gert ráð fyrir, að Árni kæmi
til þess að máta viku síðar eftir nánara umtali. Þegar andlát Árna
var tilkynnt í blöðum bæjarins og útvarpi, höfðu kjólfötin verið