Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 174

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 174
172 halda næsta norrœna, málanámskeiö í Reykjavík að sumri. Er það mál nú í athugun. Á ráðstefnu þessari voru annars einkum rædd þau mál, er taka skyldi fyrir á 7. alþjóðaþingi stúdenta, og fer skýrsla fulltrúa Stúdentaráðs á þeirri ráðstefnu hér á eftir. II. 7. alþjóöaþing stúdenta. Stúdentaráði gafst kostur á að senda tvo fulltrúa á sjöunda alþjóða- þing stúdenta (International Student Conference), sem haldið var í Nígeríu 11. til 22. september s. 1. Til fararinnar voru kjörnir Bene- dikt Blöndal stud. jur. og Kristján Baldvinsson stud. med. Þeir fóru utan 5. september s. 1. og sátu fyrst norræna formanna- ráðstefnu, er haldin var í Amsterdam 6. og 7. september, aðallega til þess, að norrænu fulltrúarnir gætu borið saman bækur sínar áður en til þingsins í Nigeríu kæmi. Á ráðstefnu þessari var þó samþykkt, að næsta norræn formannaráðstefna skyldi haldin í Reykjavík í vetur. Stúdentaþingið var haldið í nýreistum háskóla við borgina Ibadan í Nigeríu. Áttu nú 60 þjóðir fulltrúa á þinginu, en auk þess voru á þinginu áheyrnarfulltrúar frá ýmsum alþjóðasamtökum stúdenta, t. d. samtökum lyfjafræðinema, læknanema og hagfræðinema. Rædd voru ýmis mál, er varða stúdenta almennt. Þá var og rætt um aðbúnað stúdenta í ýmsum löndum, þar sem traðkað er á rétti þeirra á alla lund, skoðanakúgun og ritskoðun er í algleymingi og háskólum jafnvel lokað. Var þar stuðzt við skýrslur rannsóknar- nefndar, sem starfar á vegum ISC og kallast Research and Informa- tion Commission (RIC). Hefur hún það hlutverk að rannsaka ástand- ið í þeim löndum, þar sem stúdentar eiga við sérstök vandamál að stríða. Ákveður þingið hverju sinni, hver skuli verkefni nefndar- innar á næsta starfstímabili. Að þessu sinni lagði RIC fyrir þingið skýrslur um ástandið í æðri menntamálum í Suður-Afríku, Austur-Þýzkalandi, Kýpur, Nicaragua, Alsír, Ungverjalandi, Góu og Kúbu. Samþykkti þingið skýrslur og ályktanir RIC í öllum meginatriðum. Eins og áður er sagt, ákveður ISC verkefni RIC hverju sinni. Út af þessu var brugðið, hvað snerti rannsókn á vandamálum ung- verskra stúdenta, enda heimilt samkv. reglum ISC að rannsaka slíkt, ef ákveðinn fjöldi stúdentasambanda innan vébanda ISC krefst þess. Ályktaði þingið, að í þessu tilfelli hefði verið brýn þörf bráðrar rannsóknar. Þingið þakkaði RIC hið mikla og vel unna starf, sem nefndin hef- ur leyst af hendi, en það vekur athygli, nú sem áður, hve mjög skýrslur nefndarinnar einkennast af algeru hlutleysi og hvergi er stuðzt nema við fullkomnar staðreyndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.