Búnaðarrit - 01.01.1888, Page 5
Hugleiðing
um landbunað vorn Islendinga að fornu og nýju.
Eptir Einar Asmunclsson.
Hogar menn virða fyrir sér efnahag og búnaðarásig-
-I- komulag þjóðar vorrar, pá mun flestum koma saman
um, að petta sé eigi í svo góðu lagi, sem vera ætti
og veia mætti, og þó allmörgum kunni að sýnast eríitt,
eður jafnvel óvinnanda, að ráða verulega bót á pessum
vanhag, vegna pess hve loptslag landsins er kalt, jarð-
vegur pess víða illa fallinn til ræktunar o. s. frv., pá
munu pó flestir peir, sem leggja sig alvarlega niður við
að hugsa uin petta efni, pykjast sjá, að efnahagur al-
pýðu og velmegun gæti verið i langt um betra lagi
heldur en er, ef almennt væri beitt meiri hyggindum
og dugnaði, til að nota sem bezt gæði landsins, hvort
sem menn vilja telja pau fieiri eða færri. Mönnum er
pað kunnugt, að einn hefir búið vel og sómasamlega á
einhverri jörð og blómgazt par frábærlega, pó árferði
hafi ekki verið sem bezt að jafnaði um lians búskapar-
tíð, og að annar hefir aftur á öðrum tíma setið á sömu
jörð, án pess honum hafi tekizt að hafa liennar sömu
not og liinum tókst, pó öll atvik og ástæður virtust
vera til pess, að honum vegnaði engu miður enn hin-
um. Allir kannast raunar við, að pessi mismunur á
högnm liinna tveggja ábúenda sé ekki jörðunni að
Búnaðarrit. II. 1