Búnaðarrit - 01.01.1888, Page 8
4
nokkrar aldir má sjá merki til í öllum héruðum
landsins?
J>egar menn hugleiða, hvern liug og dug purfi til
pess að flytja sig búferlum hingað frá öðrum löndum
j-fir mikið og óveðrasamt haf með þeim fremur ófull-
komnu áhöldum, er menn höfðu fyrir púsund árum, pá
geta menn hæglega séð, að forfeðu' vorir hafa hlotið að
vera allmiklir garpar, og að peir hafa eigi staðið á lágu
framfara stigi. Menn verða að muna eftir pví, að pá
var eigi leiðarsteinninn eða kompásinn fundinn og ekki
hægt að halda áttum á hafinu nema eftir himin-
tunglunum, sem einatt eru hulin poku og skj^jum
mörgum dögum og vikum saman á pessum norðlægu
liöfum. J>ótt öll fargögn önnur hefðu verið eins full-
komin, eins og pau gerast nú á dögum, sem engan
veginn var, pá hefði vöntun pessa eina litla áhalds,
kompássins, gert fjarskalega mikinn mun á erfiðleikum
ipeim, er svo löng sjóferð hefir í för með sér. Engu að
síður sigraði pó allur porri peirra, er héldu hingað til
lands, pessa erfiðleika. Útbúningur sá, sem landnáms-
menn purftu að hafa til slíkra ferða, hlýtur að liafa
verið mjög mikill, og skip peirra hljóta að hafa verið
mjög stór. það segir sig sjálft, að mennirnir hafa orð-
ið að búast við langtum lengri útivist landa í inilli,
pegar peir voru kompáslausir, heldur en nú er pörf á.
J>eir höfðu flestir allmikinn mannfjölda með sér að með
töldum konum og börnum, peir urðu að flytja með sér
eigi að eins öll helztu búsgögn, smíðatól o. s. frv., held-
ur einnig svo margt af lifandi peningi, hestum, naut-
gripum, sauðfé, geitfé, svínum o. s. frv., að petta gæti
orðið bústofn handa peim í framtíðinni á hinu auða og
óbyggða landi, er peir ætluðu að byggja. J>egar nú
litið er til pess, hversu mikið skiprúm parf fyrir ef til
vill eina 60 menn og búpeningsstofn af öllu tagi með