Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 10
6
mundi oss. sem nú erum uppi, eigi þykja nein sældar-
kjör. I-andsnámsmenn komu úr veðursælla landi, byggðu
og allvel ræktuðu, í þetta auða og illviðrasama land,
og hlaut þeim því mjög að bregða við til liins lakara.
íslendingar, sem nú á dögum ílytjast til Vesturheims,
koina þar í miklu veðursælla land og frjósamara, heldur
en Island er, og veitir þó flestum fulleríitt að koma
fóturn undir búskap sinn. |>að laud, sem þcir setjast
að í, er þó byggt, þar er lífieg verziun bæði við önnur
lönd og innanlands, hér var hún alls engin; þar eru
eigi að eins ruddir vegir, heldur járnbrautir og gufu-
vagnar til að fara á. Hér var gjörsamlega vegalaust og
miklu ógreiðara að komast um landið fyrir allskonar
torfærum, lieldur en nú, og allt, sem menu höfðu með-
ferðis og þurftu að flytja frá sjónurn, urðu menn að
bera og draga, þar sem hestana vantaði. J>ví nær
mjólkurlausir vetur og sumar hafa landnámsmenn hlot-
ið að vera í nokkur ár, og sömuleiðis að kalla kjötlaus-
ir, því engri skepnu hefir mátt lóga af liinum litla bú-
fjárstofni, meðan hann var að fjölga. það, sem lielzt
hefir bætt dálítið úr kjötskortinum, hefir verið það, að
landnámsmenn höfðu margir með sér svín, en þau eru
þær skepnur, sem fljótast gengur að fjölga. Fæða hiuna
fyrstu byggjenda landsins heíir því framan af svo ár-
um skipti hlotið að vera nær eingöngu sjófang, því
varla nokkurs annars var liægt að afla af matföngum.
Ef menn þannig yfirvega nákvæmlega, livernig bjarg-
ræðisvegir landnámsmanna hafa orðið að vera fyrstu
árin, þá er það auðsætt, að menn mundu ekki kalla
þá góða nú á dögum, og að mennirnir að eins hafa
getað sigrað þessa miklu erfiðleika og bjargazt fyrir það,
að þeir fyrst og fremst voru miklir dugnaðarmenn og í
öðru lagi einnig miklir sparsemdarmenn.
Eað er annars merkilegt, að búnaðarsaga landsins