Búnaðarrit - 01.01.1888, Síða 25
21
og skaplyndi fólksins til liins lakara; í staðinn fyr-
ir hinn fyrri manndóm kom nú æ iríeiri og meiri ves-
aldómur.
Sumir vilja kenna svarta dauða um mest alla afturför
í landinu og álíta, að pað húi enn . í dag að linekki
peim, er hann gerði pví. Sá hnekkir var sjálfsagt mik-
ill. En vita menn pá ekki, að svarti.dauði geklc engu síð-
ur yfir mörg önnur lönd? Og hverjum kemur pár í
hug, að pau lönd búi enn sjáanlega að afleiðingum
hans eftir svo margar aldir ? Afleiðingar svarta dauða
hlutu auðvitað að verða miklu langvinnari hér en víð-
ast annarstaðar, ekki fyrir pað, að petta land er tiltölu-
lega hart, afskekkt o. s. frv., heldur af peirri auðskildu
orsök, að peim sem dregst með punga byrði, gengur
seinna að reisa sig, ef hann hnýtur, heldur en liinum,
sem er laus og frjáls. ímyndum oss, að svarti dauði
hefði gengið yfir petta land á miðri blómaöld og sjálf-
stjórnaröld pess. Hvað mundi pá hafa orðið? Haun
hefði án efa hlotið að verða til stórinikils hnekkis um
hríð, en pjóðin mundi pá hafa rétt við aftur á ótrú-
lega stuttum tíma, engu síður en annarstaðar. Svo er
með öll áföll, hvort sem eru stríð, drepsóttir, liarðindi
eða livað annað. Frjáls og tápmikil pjóð réttir sig fljótt
við aftur eftir pau, par sem hin ánauðuga og lítilsiglda
parf til pess margfalt lengri tíma. J>annig má sjálf-
sagt segja, að mikill afturfararkippur hafi kornið í bún-
að íslands við svarta dauða, en par sem liann ekki var
nema stundaráfall, er Ieið fljótt frá aftur, pá getur ekki
verið rétt að telja hann sem aðalorsökina. Aðalorsökin
var án efa pessi ápján, sem pjóðin leið bæði pá og
framvegis 1 kirkjulegum og stjórnlegum efnum, og sem
dró úr henni dug og mannrænu, svo að hún gat ekki
rétt sig við aftur nema seint og að litluin mun, hvorki
eftir pessa drepsótt né aðrar drepsóttir eða harðindi, sem