Búnaðarrit - 01.01.1888, Síða 28
24
en hver varð árangurinn? Alls enginn. Stjórnin liafði
séð um, að landsmenn liefðu liaft meira en nóg af svefn-
lyfjum, enda sváfu peir jafnfast fyrir Jessu boði hennar,
hver um annan þveran, og hún sat sjálf að minnsta
tosti hálfsofandi yfir kösinni.
Til þess að búa vel þarf dugnað og táp, en til þess
að hafa dugnað og táp ]>arf frelsi.
Af því, sem stuttlega hefir verið drepið á um húnað
forfeðra vorra á frelsisöld landsins, má sjá, að þeir hafa
kostgæfilega stundað jarðarrækt, bæði kornyrkju og
grasrækt. |>eir hafa i þessum efnum hlotið að standa
svo jafnfætis öðrum nágrannaþjóðum á þeim tímum,
sem loftslag þessa lands frekast leyfði. En fyrir svo
mörgum öldurn var öll jarðyrkja mjög ófullkomin í
samanhurði við það, sem nú gerist hvin í öðrum lönd-
um í nánd við oss, því þar heíir henni stórhostlega
farið fram á síðari tímum, eftir að menn tóku að stunda
betur náttúrufræðina og leggja sig eftir að gera öU
jarðyrkjutól sem hentugust, svo sem mest verk yrði
unnið með þeim og sem bezt af hendi leyst. Ef vér
gætum haft nákvæmar skýrslur um jarðyrkju og aðrar
greinir húskaparins í næstu löndutn t. d. á Skotlandi
og 1 Noregi, eins og þessu var liáttað fyrir einum átta
til níu hundruðum ára, og eins og það var hér um
sömu mundir, þá mundi það sýna sig, að munurinn á
búnaðinum hefir eigi verið svo sérlega mikill og sízt
meiri en svo, sem eðlilega hlaut að vera eftir mismun
þeim, er þá var jafnt sem nú, á loftslagi og veðursæld.
Allt annað verður upp á teningnum, ef vér nú á dög-
um berum búnað Islands saman við búnað þessara
landa. í staðinn fyrir að menn hafa þar miklu meiri,
og óhætt að segja margfalt meiri arð af landbúnaðin-
um, lieldur en forfeður þeirra fyrir svo mörgum öldum,