Búnaðarrit - 01.01.1888, Qupperneq 30
26
á móti liinu, sem eyðzt hefir. En þó þannig hafi mik-
ið spillzt af jarðveginum, þá er hitt, sem eftir er, marg-
falt rneiri hluti, svo nokkrum hundruðum fermílna
nemur, og er það í rauninni, ef vel og skynsamlega er
á haldiö, meira en nóg handa þeirri fólsktölu, sem nú
er í landinu, og jafnvel þótt hún væri meiri.
Yíðast hagar svo til enn í dag, að hverri jörð fylgja
mörg hundruð, og oftlega mörg þúsund, dagsláttur af
betur eða miður nýtilegu landi. Allir, sem nokkuð
þekkja, hvernig tilhagar í öðrum löndum, þar sem hú-
jarðir hænda vanalega eru hundraðfalt minni, hljóta að
furða sig á því, hvað lítinn arð menn nppskera hér af
slíku landflæmi, þar sem jarðvegurinn er þó ekki lakari
en hann er, og loftslag eða veðráttufar heldur ekki
fjarska hart, þó hvorugt þetta geti sérlega gott heitið.
J>egar litið er með skynsemd á hið mikla efni, sera
náttúran leggur upp í hendurnar á mönnum, til þess að
iaga svo með hyggindum sínum og starfsemi, að þeir
geti fengið upp úr því það, sem þeir þarfnast til fæðis,
skjóls og annara nauðsynja, þá virðist það vera mjög
mikil ósanngirni og vanþakklæti að kenna náttúrunni
um skort á örlæti. En hvernig eru nú þessar gjafir
hennar notaðar? J>ær jarðir í landinu munu vera fæst-
ar, sem meira en einn hundraðasti hluti er ræktaður af,
og á inörgum jörðum er það miklu minna en þessu
svarar. Nú vita þó allar siðaðar þjóðir um allan keim,
að jörðin eða jarðvegurinn er að eins efni, sem menn-
irnir þurfa að vinna að, til þess að fá úr því nauðsynj-
ar sínar, og enginn mun vera svo skyni skroppinn, að
hann eigi sjái og skilji, að þegar ekki er unnið nema
úr hundraðasta hluta einhvers verkefnis, þá fæst heldur
ekki úr því meira en hundraðasti hluti þess, sem úr
því mætti fá. Hér á landi mega túnin heita þeir einu
blettir, sem ræktaðir eru með áburði, eða með öðrum