Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 31
27
orðum, þeir einu blettir, sem fá nokkurt endurgjald
fyrir pau efni, sem þeir eru á hverju ári sviftir með
heyuppskerunni. Engjarnar hafa aftur verið skafnar í
þúsund ár, án þess þær haíi neina aðhlynning fengið
aftur í staðinn af mannanna hálfu. Menn harma sér
almennt yfir því, að þeim fari alla tíð aftur, eins og
það væri nokkuð ónáttúrlegt, að það efni eyddist, sem
jafnt og stððust er af tekið, en engu við hætt aftur.
Menn mega þó vita, að grasið á engjunum skapast ekki
af engu, það þarf efni til að myndast úr, eins og aðrir
hlutir; og vildu menn hugleiða og reikna saman, hver
ógrynni af lieyi einhver engjateigur, sem ár hvert hefir
verið sleginn frá landnámstíð, er húinn að gefa af sér,
þá mundu þeir hafa meiri orsök til að furða sig á því,
að nokkurt strá gæti framar sprottið þar, og að jarð-
vegurinn skuli ekki vera með öllu úttæmdur af gróðr-
arefnum, heldur en á liinu, að enginu fari aftur.
Menn hafa nóga reynslu fyrir því, jafnvel í veðursæl-
ustu löndum, að hezta jarðveg má tæma að frjóefnum
og gera ófrjósaman með því að ofbjóða lionum þannig,
að mikið efni sé frá lionum tekið með uppskerunni ár
eftir ár, en litlu eður engu aftur í liann hætt af sams
konar efnum, sem hann var sviftur. J>etta mikilsverða
atriði í búnaðinum eða húfræðinui er nú á tímum
kunnugt öllum þorra bænda í öðrum löndum, og þekk-
ingin á því einu út af fyrir sig á eflaust ekki svo lít-
inn þátt í framför búnaðarins þar. Hér er víðast meiri
hluta engjaheysins varið til að fóðra sauðfé á vetrum,
en taði því eða áburði, sem kemur undan þessum skepn-
um, síðan brennt, og ekki eru einu sinni svo mikið um,
að öskunni sé skilað aftur til engjanna, heldur er hún
borin í liauga eða læki og þannig gerð ón^t. fað lít-
ur nærri því svo út, sem mennirnir af ásettu ráði
kappkosti að verða samtaka þeim náttúrukröftum, sem