Búnaðarrit - 01.01.1888, Page 36
32
vér hæglega nú á tímum útvegað oss nóg af korni.
í staðinn fyrir að rækta korn ættum vér keldur al-
mennara en gerist að rækta aðrar matjurtir, sem reynsl-
an sýnir að hér geta víðast hvar vaxið, svo sem jarð-
epli, kál og rófur, svo vér fengjum pó nokkuð beinlín-
is til manneldis af grasaríkinu. En ásigkomulag land-
sins heimtar, að almennt og í liinu stóra sé grasræktin
í fyrirrúmi ásamt kvikfjárræktinni, sem heíir grasrækt-
ina fyrir grundvöll.
Margföld reynsla sýnir pað, að hér á landi parf ekki
nema jarðveg í meðallagi og meðalárferði til pess, að
ein dagslátta í túni, sem fær polanlega ræktun, gefi af
sér nægilegt fóður handa einni kú um fimmta liluta
ársins, eða að af 5 dagsláttum fáist fóður handa kúnni,
ef hún væri alin inni allt árið í kring. Hundrað rækt-
aðar dagsláttur ættu eftir pví að fóðra 20 kýr allt árið.
En par sem hér er ekki að ræða um innifóður á kúm
að sumarlaginu að svo komnu, pó hún sé farin að tíðk-
ast sumstaðar í öðrum löndum hjá mestu búhöldum,
heldur að kýr gangi úti í liögum hér um bil priðjung
ársins, pá ættu 100 ræktaðar (lagsláttur að geta fram-
fleytt 30 kúm, eða svo mörgu sauðfé, sem pessu svarar,
og mun óhætt að telja 500 eða 600 af sauðfé móti
pessum 30 kúm, pó pað væri betur fóðrað en alloft
gerist, pví sauðfé gengur úti miklu lengri tíma af árinu
en kýrnar. Nú er pað mjög algengt, að heimaland á
meðaljörð er fullar 2000 dagsláttur að stærð, og pó 100
dagsláttur af pví væru ræktaðar með áburði, pá væri
petta pó ekki meira en tuttugasti hlutinn af landeigninni;
en í hverju landi öðru en pessu mundi pað kallaður
stakur ómyndarbúskapur, ef bóndinn hefði ekki undir
til ræktunar miklu stærri hluta en pessu svarar af á-
búðarjörð sinni. Ef hver bóndi hér á landi ræktaði pó
að jafnaðartali einn tuttugasta hluta ábúðarjarðar sinn-