Búnaðarrit - 01.01.1888, Síða 39
35
lægt hafi segl við legumið
með lestina ríkac.
Hér er talað um „Hólmskipið;11 og er pví auðsætt, að
eigi hefir verið von nema á einu slripi til Hólmskaup-
staðar, en Hólmskaupstaðurinn var á peim tímum liór
um bil sama sem Reykjavíkurkaupstaður er nú; brigði
mönnum pó víst illa í brún, ef sagt væri nú „Eeykja-
víkurskipið “ og eigi væri von nema á einu skipi hing-
að til Reykjavíkur.
Algengt var pað t. d., að menn færu skreiðarferðir
norðan úr Skagafirði, eða jafnvel norðan úr Eyjafirði
og pingeyjarsýslu, suður á Suðurnes eða vestur fyrir
Jökul. Að sama skapi var langt í kaupstaðinn, af pví
verzlunarstaðirnir voru svo strjálir. J>etta mundi pykja
erfitt nú á tímum. J>á kunnu menn ekki að salta fisk,
og ekki sat kvenfólkið pá við rokkinn sinn eins og nú
á tímum; — nei, pað lyppti kemburnar niður í lárinn,
og spann svo á snældu; pá urðu menn að notast við
gamla vefstaðinn íslenzka; pá slógu menn með íslenzku
Ijáunum, og festu pá við orfin með ljáböndum, pví ekki
voru menn lcomnir svo langt pá, að menn pekktu orf-
hólkana.
Jannig mætti koma með ótalmörg dæmi, og pess
vegna sýnist pað líklegt, að menn ættu að geta komizt
betur af nú en áður, og efnahagur manna ætti að vera
betri. pað er og víst, að menn lifasælla lífi nú en áður,
og að mörgu leyti eru menn á liærra stigi en áður;
pannig hefir íáfræði og hleypidómar, mannhatur og
kúgunarandi 17. og 18. aldarinnar gengið drjúgum fyr-
ir ætternisstapa, pótt miklar leifar séu eftir af pví enn.
Margt mætti telja sem breytzt liefir til batnaðar; enpótt
undarlegt kunni að virðast, hefir efnahagur landsmanná
sjaldan eða jafnvel aldrei staðið ver en nú, nema effcr
3*