Búnaðarrit - 01.01.1888, Page 40
36
Skaftárharðindin. Stundum heiir að vísu verið minni
auður i landinu í samanhurði við mannfjöldann en tekj-
ur manna og útgjöld hafa líklega aldrei staðizt ver áen
nú; það sanna bezt hinar almennu skuldakröggur, og
pað, hve efni manna hafa farið þverrandi nú um nokk-
ur næstliðin ár; en hvort efnahagur (ökonomisk status)
einhvers manns eða einhverrar pjóðar er góður eða ekki,
fer eins og auðsætt er, mest eftir pví, hvort tekjurnar
gjöra meira eða minna, en hrökkva fyrir útgjöldunum.
Efnahagur pess manns, er hefir 1200 kr. tekjur en
1300 kr. útgjöld, stendur ver en hins, er eigi helir
nema 1000 kr. tekjur en 900 kr. útgjöld. Ef allt fer
með feldu, fara efni hins fyrra síþverrandi, en hins
síðara sívaxandi; sama gildir og um pjóðina í lieild
sinni.
Almennt segja rnenn, að hinn bágborni efnahagur
stafi af pví, að árferðið hafi verið svo bágt, eða að
skattarnir séu svo þungir, — allt gangi til pess að launa
emhættismönnunum; sumir segja, að ekki sé við góðu
að húast, meðan stjórnarskipun landsins hreytist ekki til
hatnaðar, og enn segja sumir, að hin bágu kjör sín
stafi náttúrlega ekki af öðru en pví, að pað hafi átt svo
að fara, pað hafi ekki verið hægt við pví að gjöra, —
pað hafi verið forlög. petta og pessu líkt segja menn;
að minnsta kosti verður fiestum fyrir að kenna ein-
hverjum ytri orsökum um, en fæstir kannast við pað, að
orsökin liggi hjá þeim sjálfum, pað er svo miklu pægi-
legra, svo miklu rólegra fyrir samvizkuna, að geta kennt
einhverju öðru en sjálfum sér um pað, sem að er, og
pví verður mönnum pað oftast fyrst fyrir. Ef menn
vildu athuga hlutina nákvæmlega og sanngjarnlega,
skyldu menn pá eigi komast að peirri niðurstöðu, að
hin bágu kjör þeírra eru að miklu leyti sjálfum þeim að
kenna? Skyldu menn pá eigi hljóta að kannast við