Búnaðarrit - 01.01.1888, Side 55
51
sveit, par bafi verið gjörðar svo miklar jarðabætur. J>etta
er mjög skökk skoðun; pví að eins er urn framfarir í
landbúnaði að ræða, að efnabagur þeirra manua batni,
er á landbúnaði lifa; en jarðabæturnar eru ekki nema
eitt atriði, og alls eigi pað, sem mestu varðar, af öllu
pví, ,sem er skilyrði fyrir batnandi efnaliag sveitarbænda;
samt sem áður eru jarðabæturnar mjög mikilsverðar, og
efalaust verða þær í framtíðinni liið fremsta afölluþví,
er menn gjöra. í því skvni að stækka bú sín.
Að því er jarðabæturmr snertir, liggur svo mikið
verkefni fyrir böndum, að eigi er unnt að sjá fyrir end-
ann á því; það er eigi unnt að gjöra sér hugmynd urn
það, bve mikið má bæta jarðirnar. J>að má að vísu
virða það mjög til vorkunar, þótt menn almennt gjöri
eigi miklar jarðabætur, vegna þess að þær eru flestar
svo kostnaðarsamar; efnaliagur almennings er svo bág-
borinn, að menn geta eigi á þenna liátt lagt mikið fje
á vöxtu, þótt aldrei nema búast megi við háum vöxt-
um. IJað eru t. d. ekki margir bændur, sem geta lagt
peninga í sparisjóð; að miklu leyti gildir bið sama um
jarðabæturnar; samt eiga menn að því leyti hægra með
að leggja peninga í jarðabætur, að oft má verja til
peirra þeim vinnukröftum, sem annars mundu verða að
litlum notum. Til eru einnig þær jarðabætur, sem eru
svo kostnaðarlitlar, að engum bónda er vorkunn á að
að standast þann kostnað, er þær liafa í för með sér,
— þær jarðabætur, er lítið beimta annað en meiri reglu-
semi og hirðusemi. Sem dæmi upp á þetta má nefna
meðferð á áburðinum. J>að heimtar eigi mikinn kostn-
að, beldur liirðusemi, að sjá fyrir því, að mestur bluti
allra áburðarefna verði að notum, og ef menn gjörðu
það, hlyti töðuaflinn að aukast svo miklu munaði. Sama
má segja um fleiri jarðabætur, að þær hafa lítinn kostn-
4»