Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 59
55
hefur verið miklu betur fallið til þess að framleiða
verzlunarvörur en nautpeningurinn.
Ef vel er farið með áburðinn, er það víst, að hver
kýr gefur af sér nægan áburð til pess að rækta töðu
fyrir sig ; parf því eigi að nota sauðataðið til þess að
rækta töðu fyrir kýrnar. J>að er víðast siður að brenna
öllu vetrartaði undan sauðfé; þar sem enginn mórertil,
verður heldur eigi hjá því komist; auðsætt er þó, hve
mikillskaði það er, að brenna taðinu; það er í raun og
veru sama sem að brenna töðunni. J>ar sem nýtilegur
mór er til, ættu menn því eigi að brenna neinu taði.
Pað mætti að líkindum rækta nægilega töðu fyrir
ærnar, ef menn notuðu til þess allt hrossatað og allt
sauðatað, sein nienn geta fært sér í nyt; auðvitað yrði
þá að hafa ærnar í nátthögum ásumrin, eðaáeinhvern
annan hátt sjá fyrir því, að áburðurinn kæmi að full-
urn notum.
J>anuig má telja það víst, að liafa mætti nóga töðu
fyrir allar kýr, og einnig að miklu leyti fyrir allar ær,
einungis ef rnenn liirtu áburðinn vel, og þetta gildir
ylir höfuð að tala, hve margar kýr og hve margar ær
sem menn hafa, af því að áburðurinn vex eftir því sern
skepnuuum fjölgar. Eg scgi ekki fyrir þetta, að kvik-
fjártalan geti vaxið þannig í hið óendanlega, það eru
ýmsar aðrar hindrauir sem standa í vegi fyrir því, en
víst er það, að mikið getur hún vaxið, og svo mikið, að
ómögulegt er að gjöra sér hugmynd um það.
Næst því að aulca töðuaflann, er það og nauðsyn-
legt að auka útheysaflann, með öðrum orðum, að bæta
engjarnar; er það einkum gjört með vatnsveitingum,
framræzlu og varnargörðum. J>essar jarðabætur eru
vanalega æði kostnaðarsam'ar; þó hagar víða svo til,
að gjöra má vatnsveitingar með litlum kostnaði, sem þó
geta orðið að miklu gagni.
>