Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 62
58
og hefir pað pótt sérstaklega einkennilegt við pann
akur; pessi dæmi sýna pað, að kornuppskeran liefir al-
mennt eigi verið talin viss, enda má ráða pað af ýmsu,
að hún hefir iðulega brugðizt, og liefir aldrei verið
mikilsverður atvinnuvegur hér á landi, og pað eru mikl-
ar líkur til, að kornyrkjan hafi aldrei svarað kostnaði.
pótt telja megi víst, að korn geti prifizt hér nú eins
og 1 fyrri daga, pá mundi kornyrkjan samt iniklu síður
svara kostnaði nú en áður, fyrir pví að öll viðskipti og
verzlun við aðrar pjóðir er nú miklu greiðari og minni
erfiðleikum bundin. Eftir pví sem nú hagar ti), getur
kornyrkjan eigi orðið að neinu gagni hér á landi, og
pað eru litlar líkur til að hún geti pað nokkurn tima.
A hinn bóginn getur garðyrkjan orðið allarðsöm, efhún
er stunduð íneð alúð og kunnáttu, enda kemur liún
víða að mikluni notum. [>að eru og miklar líkur til,
að víða mætti rækta ýmsar sáðplöntur til fóðurs, með
góðum árangri, svo sem rófur og hafra o. íl., pótt enn
liggi allfjarri hugsun almennings að reyna slíkt. [>að
getur naumast leikið nokkur efi á pví, að kvikfjárrækt-
in verði jafnan liinn eini verulegi atvinnuvegur sveita-
bænda hér á landi, og fyrir pví er hvert fet svo mikils
vert, sem hún getur stigið til framfara.
Eg liefi nú leitt rök að pví. að efnahagurinn og land-
búnaðurinn getur tekið framförum, og að pað er undir
mönnunum sjálfum komið, hvort svo verður eða eigi,
pað er undir peim sjálfum koinið, hvort kjör peirra fara
batnandi eða versandi; en fyrst svo er, pá hljóta ein-
hverjir peir kraftar að vera til hjá mönnunum sjálfuin,
er peir eigi verja fullkomlega til pess að bæta kjör sín;
en hverjir eru pessir kraftar, er menn eigi nota svo vel
sem skyldi? Sumir segja, að pað sjeu vinnukraftarnir,