Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 63
59
segja að letin sje orsök í hinum hágu kjörum manna,
segja líkt og stendur 1 vísunni:
,.Af hverju kemur J>á, kvefið og hóstinn?
pað kemur af letinni, og J)ví er nú ver“.
J>að er naumast rétt, að bera almenningi pað á brýn,
að bann sé latur til líkamlegrar vinnu, að minnsta
kosti er ókætt að fullyrða það, að hin bágbornu kjör
manna stall ekki beinlínis af því, að þeir beiti of slæ-
lega liinum líkamlegu vinnukröftum; en til eru aðrir
vinnukraftar en hinir líkamlegu, og það eru hinir and-
legu kraftarnir, það er skynsemi mannsins. Skynsemin
ein er fær til þess að beina hinum öðrum kröftum í þá
stefnu, er miðar að því, að fullnægja þörfum mannsins
og bæta kjör hans; hún ein er því fær um að drottna
yíir og ráða fyrir athöfnum mannsins svo vel sé, og fyr-
ir því getum vér aldrei með réttu treyst því, að nokk-
ur vinna eða nokkurt ráðlag, og yfir höfuð að tala,
nokkur athöfn verði oss til gagns, ef hún stjórnast eigi
af skynsamlegri hugsun. Af öllu því, er heíir áhrif á
efnahag manna og lífskjör, er ekkert, sem skiftir jafn-
miklu og það, að menn beiti kröftum skynseminnar
öll kjör mannsins fara eftir því, hvort hann fer skyn-‘
samlega að ráði sfnu eða eigi. Hinn bágborni efnahag-
ur, sem nú á sér stað í landinu, hlýtur því í raun og
veru að stafa af því, að menn beita eigi kröftum skyn-
seminnar svo vel sem skyldi. Vjer þurfum eigi lengi að
rannsaka mannlífið í kringum oss, til þess að sannfær-
ast um það, að þeir eru flestir, sem fylgja sömu reglum
og fjöldinn, og láta berast nreð straumnum, án þes3
að gjöra sér grein fyrir, hvað réttast sé í hverju efni.
|>að er því auðsætt, að athafnir manna stjórnast eigi
almennt svo mjög af skynsamlegri hugsun sem unnt
væri, eða með öðrum orðum, menn fara eigi svo skyn-
samlega að ráðu sínu sem þeir gætu, og því er eðlilegt,