Búnaðarrit - 01.01.1888, Side 66
62
|>egar vjer höfum fyllilega skilið og gjört oss grein
fyrir, hve mikill vogestur örhirðgin er, og vér liöfum
bæði gjört oss það ljóst, hve mikils verð velgengnin er,
og hvað til þess þarf, að hún verði hlutskipti vort, þá
munum vér verða fúsir til að sýna alla þá sjálfsafneit-
un, sem til þess þarf, að vér getum komizt hjá örbirgð-
inni, og öðlast velgengnina, öðlast það linoss, sem allar
vorar framfaravonir eru bundnar við. Vegurinn til
velgengni og menningar, vegur framfaranna er oft og
einatt þröngur og eriiður, en ef vér beitum kröftum
skjmseminnar, mun oss hvorki skorta viljann né mátt-
inn til þess að sigra þá erfiðleika; í einu orði að segja,
ef vér förum skynsamlega að ráði voru, þurfum vér eigi
að örvænta neinna framfara, livorki að því er snertir
einstaklinginn eða þjóðfjelagið í heild sinni.
Athugasemdir
um
lieimilisstjórn, vinnumennsku og lausamennslcu.
Eftir Hermann Jónasson.
Oft lieyrist kvartað um, hve mikið ólag sé á barna-
uppeldi, og hve vond stjórn sé á heimilum; því að hús-
bændur kunni eigi að stjórna og hjúin ekki að hlýða.
IJetta er þó eitt af liinum verstu þjóðmeinum, hvar
sem er. Jægar svo er ástatt, er lítilla umbóta að vænta.
A meðan hinir eldri kunna ekki að ala upp hina yngri,
situr allt í sama horfinu, kynslóð frá kynslóð.
í hvaða stétt eða við hvaða störf sem er, þá er góð
stjórn undirstaðan til allra sannra framfara og þjóð-