Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 75
71
húsbænda hefir svo ákaflega mikla þýðingu fyrir land-
húnað vorn og alls konar menningu, þá er málið þess
vert, að það sé ítarlega skoðað frá öllum hliðum.
pað er mjög algengt, að liúsbændurráði vinnumenn
til ársins, þótt þeir sjái, að þeir hafi ekki beina þörf
fyrir þá, nema yfir hálft árið, eða ef til vill að eins
einn þriðjung þess. Nú er það nokkuð ahnennt, að
vinnumannskaup sé 100 kr., og sjá þá allir, live kostn-
aðarsamt það er fyrir bóndann, að gjalda svo hátt kaup
og fæða manninn yfir árið, en geta þó eigi liaft not af
honum nema nokkurn hluta þess. |>að hlýtur mjög
margur húsbóndi að játa, að þótt liann haldi vinnu-
mann yfir árið, þá gæti liann vel verið án hans, ef
hann héldi kaupamann yfir heyannir og 12—14 vikur
á öðrum tímum ársins, þegar annir væru mestar.
Setjum svo, að bóndi þessi yrði að gjalda kaupamanni
sínum auk fæðis, 12 kr. á viku í 10 vikur; 9 kr. á viku
í 6 vikur og 6 kr. á viku í 6 vikur, en það er til sam-
ans 210 kr. Nú álíta margir, að fæði, skæði, þjónusta
og allt, sem húsbóndinn þarf að láta af mörkum til
vinnumannsins yfir árið, kosti um 300 kr. að kaupi
undanskildu. Að jöfnum hlutföllum ætti því sá kostn-
aður að vera við daglaunamanninn í 22 vikur nær 127
krónur eða allur kostnaður til samans 337 kr. Nú er
það algcngt, að daglaunamenn eru ekki skæddir né
plaggaðir, og lætur nærri, að húsbóndinn geti talið sér
7 króna hagnað við það. Kostnaðurinn við daglauna-
manninn verður því alls 330 kr., en við vinnumanninn
300+100=400 kr. Húsbóndinn skaðastþvíum 70 kr. á
honum; en auðvitað er, að ef hann þarfnast mannsins
yfir allt árið, eins og á sér stað um fjármann, þá er
áríðandi fyrir hann að hafa fastan ársmann ; enda er
eugin hætta á því, að húsbændur skaðist á þeim mönn-