Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 83
79
stjórnað aí öðrum; verða því sjálfstæðari menn og
kunna betur að fara með efni sín, þegar þeir fara að
búa.
þótt kaupgjald karlmanna fari oft ekki eftir verð-
leikum, eins og S}'nt liefir verið, pá tekur pó út yfir
pað ranglæti, sem kvennfólkinu er sýnt í samanburði
við karlmennina. J>að er ekki svo sjaldgæft, að vinnu-
lconur hafi þrefalt minna kaupgjald en vinnumenn.
]?ar að auki kostar húsbóndinn minnu til vinnukon-
unnar en vinnumannsins ; hún parf t. d. minna fæði
og pjónar sjer sjálf og pað mjög oft á frístundum sín-
um. Auðvitað liafa karlmenn einatt strangari vinnu
en kvennmenn, og stundum ber vinna peirra meiri arð
eða er þýðingarmeiri, eins og oft á sér stað um vinnu
fjánnannsins. Aftur á liinn bóginn eru karlmenn marg-
sinnis iðjulausir, pótt kvennfólk sé að verki; enda verður
margsinnis ekki annað sagt, en að kvennfólk megi aldrei
um frjálst höfuð strjúka, ekki einu sinni á þeim dög-
um, sem nefndir eru hvíldardagar. Menn segja að vísu,
að kvennfólk sé vinnusmærra en karlmenn, og verður
eigi á móti því borið, að pað eigi sér oft stað, sem
eðlilegt er. J>ar á móti er kvennfólk vanalega vinnu-
sarnara, þægara og trúrra í verkum. Að petta sé satt,
hljóta allir að viðurkenna, sem yfir fólki liafa átt að
ráða, pótt þeir hafi ef til vill ekki veitt pví eins nána
eftirtekt sem vera bar. En allir húsbændur ættu með
óhlutdrægum augum að líta nákvæmlega yfir búskapar-
feril sinn, og vita pá, hvort þeir sjá eigi sannindi
pessara orða. J>að ætti pví engum að dyljast, að dæmi
séu til pess, og pað alls ekki svo fá, að vinnukona,
sem hefir haft 30 kr. árskaup, hefir átt litlu minna eða
eins mikið kaup og vinnumaður, sem fékk 90 kr. árs-
kaup eða par yfir. En þegar svo ber við, er auðsætt,
að annaðtveggja hefir húsbóndinn mikið grætt á vinnu-