Búnaðarrit - 01.01.1888, Side 88
84
konunnar. En einmitt sökum þessa, rerður maðurinn
bundnari við, að hafa nánari hliðsjón af ráðum konunn-
ar, en hún af hans ráðum.
J>að er mjög algengt, að vinnumenn stofni hjúskap
með vinnukonum. J>eir mættu pví telja það hamingju
sína, ef kaup þeirra liefði verið lægra, en það var, með-
an þeir voru í ársvist eða daglaunavinnu, en kaupgjald
kvenna hefði aftur á móti verið að sama skapi liærra.
þeir hefðu þá mikið ineiri tryggingu fyrir því, að sú
sem yrði kona þeirra, gæti staðið vel í stöðu sinni; því
að hún væri húin að læra að gæta fjár og ávaxta það.
Einnig væri auðveldara fyrir þá að velja sér konu; því
að þá er fyrst hægt að sjá, hvort konan er útsjónarsöm,
þegar hún heíir mögulegleika til að geta liaft peninga
uudir höndum. Loks má geta þess, að kvennmenn virð-
ast engu síður kunna að hagnýta fé á réttan hátt, en
karlmenu. þar sem sparisjóðir eru, leggja vinnukonur
að tiltölu meira fé í þá, en vinnumenn; og ef þær hafa
nokkur peningaráð, þá verja þær þeim engu síður sér
til menningar en karlmenn. Að sönnu eru þess ekki
svo fá dæmi, að kvennfólk verji hverjum eyri, sem þeim
innhendist, til þess að skreyta sig með. J>ó mundj
þetta fé aldrei komast í neinn samjöfnuð við það fé, sem
karlmenn ejrða í alls konar ráðleysi. Ef vinnukonur hefðu
því meira kaup eu þær hafa, en karlmenn að sama
skapi minna, þá væru miklar líkur til, að margt vinnu-
hjúapar, sem giftist, yrði nokkuð efnaðra á hrúðkaups-
degi sínum en nú gjörist. J>ar að auki væri mikið
meiri trygging fyrir því, að þeim búnaðist hetur, en nú
á sér almenut stað. Skoðað frá hagfræðislegri hlið lief-
ir það því mjög mikla þýðingu, að kvennþjóðin mann-
ist sem hezt. J>ó skiptir sú þýðing ekki eins ákaflega
miklu, sem hin siðferðislega þj’ðing. J>að er konan eða
móðirin, sem vanalega fyrst plægir og sáir akur harns-