Búnaðarrit - 01.01.1888, Side 95
91
ur. J>að or óneitanlegt, að frjáls lausamennska krefur
meiri hagsýni af bændum ogjhjúum, en bundnar ársvist-
ir gjöra. J>etta má þó telja mikinn kost; því að vér
erum allt of litlir hagfræðingar, og þörfnumst því, að
atvikin knýi oss til liagsýni.
En ef það kæmist á, að lausamennska yrði öllum
frjáls, þá ættu húshændur að hafa það hugfast, að reyna
að ráða í ársvist það af hjúum, sem þeir þurfa á öll-
um tímum ársins. Sömuleiðis ættu hjú að gæta þess
fyrst í stað, að flana eigi allt of mörg í lausamennsku,
heldur ráði meiri hluti þeirra sig í ársvistir. Ef þessa
er ekki gætt, þá er auðsætt, að margir húshændur og
hjú myndu skaðast. Ef aftur á móti hæfilega margir
færu í lausamennsku, þá ættu allir að græða. Hús-
bændur ættu að geta staðið sig betur við að gjalda hjú-
um kaup, þegar þeir þyrftu eigi að halda hjú sér til
skaða; og hæfilega margt af lausafóiki þyrtti varla að
óttast, að það gæti eigi haft atvinnu mestan hluta árs-
ins. Eu í þessu efni standa húsbændur betur að vígi
en daglaunamenn; því að daglaunamennirnir verða að
leita eftir heimilisfestu hjá húsbændunum, og verða þar af
leiðandi liáðari þeim, heldur en húsbændurnir daglauna-
mönnunum. Húsbændur, hjú og daglaunafólk ættu þó
af alliuga að stuðla til þess, að samkomulag milli þess-
ara stétta geti verið sem bezt og stjórnsamast. Hús-
hændur verða að koma svo fram við hjúin, að þeir geti
öðlast traust þeirra og virðingu. t*á vinna hjúin verk
sín með fúsum vilja; en aldrei geta þau verk gefiðgóða
raun, sem eru unnin með óvilja eða ótrúmennsku. Aft-
ur á móti er áríðandi fyrir lijúiu að vinna sér tiltrú
húsbænda sinna, og venja sig þegar á unga aldri við, að
standa vel í stöðu sinni; því að sá, sem stendur illa í
liinum vandaminni stöðum, stendur seinna ineir tæplega
vel í hverri þeirri stöðu, sem er þyngri og vandasamari.