Búnaðarrit - 01.01.1888, Side 98
94
eðlilegt og nauðsynlegt, að hreppsnefndir, s/slunefndir
og æðri sem lægri ráða menn í svona lagaða lausa-
mennshu. pegar pess er þó gætt, að hvorhi próf í
gagnfræði eða búfræði veita nein borgaraleg réttindi, þá
sjá allir, að þessirmenn hafa engu meiri rétt til óle^'fi-
legrar lausamennsku en réttir og sléttir vinnumenn.
En þegar æðri sem lægri álíta þrásinnis, að lögin verði
að brjótast nauðsynarinnar vegna, þá er eðlilegt, að
þjóðin gegn bakist af hugsunarleysi og virðingarleysi
fyrir lögunum; en áríðandi er að koma í veg fyrir
slíkt.
Enginn má þó dæma neinar sérstakar stéttir hart,
þótt þetta ólag eigi sér stað, sem nú hefir verið bent
á. J>að getur ekki hjá því farið, að afieiðingarnar
verði þessar, meðan manneðlið er óbreytt. Yerður því
að koma í veg fyrir orsakirnar, ef breytingar eiga að
fást til bóta; því að afieiðingunum verður sjaldnast breytt
til muna.
Hér heíir ekki verið hreyft við nema fáu af því
marga, sem þarf að athuga til að bæta húsaga og stjóru-
semi á heimilum. En málefni þetta er svo þýðingar-
mikið, að lulltrúar þjóðarinnar mega eigi láta það liggja
sér í léttu rúmi. J>eir verða að atliuga lausamanna-
lögin frá 26. maí 1863, og vega kosti þeirra og ókosti,
áður en næsta þing kemur saman. fjóðin í heild verð-
ur einnig stöðugt að hugsa um meinsemdir sínar, og
leitast við að ráða bót á þeim. Vér megum ekki vera
lmgsunarlausir um liag vorn, og fijóta »sofandi að feigð-
arósi». — En það er um þessar meinsemdir sem fleiri,
að þær stafa að miklu ieyti af vöntun á mannréttind-
um og freisi. Sönn atorka og flestar dyggðir eiga ein-
mitt rót sína að rekja til hinna fögru orða: fr.lsi og
mannr ttindi; þeirra orða, sem svo margir ágætismenn
hafa iifað og dáið fyrir. En þar sem óeðlilegir lilekkir