Búnaðarrit - 01.01.1888, Side 101
97
ofan með öðrum hliðveggnum og læst sig talsvert inn
í lieyið og slcemmt pað til muna. Af pessu komst eg
á þá skoðun, að alls eigi væri eigandi undir moldar-
pekjunni eingöngu. Eg sá, að það gat heppnast vel,
ef moldin fraus snemma og haustið var þurviðra-
samt, eins og 1883, en eg sá líka, að það gat mis-
heppnazt, þogar veðráttan var óhentugri. Auk þessa
sýndi þessi tveggja ára reynsla mér, að það er næst-
um ókleyft verk fyrir einyrkja, að rjrifa moldarþekjuna
á vetrum, jafnóðum og súrheyið er gcíið, þegar hún er
tveggja til þriggja feta þykk eða moira og orðin gegn-
frosin. í þriðja lagi sá eg, að eigi var hentugt að bera
súrheyið inn í heyhlöðuna, því hin súra gufa, sem lagði
af súrheyinu, meðan það lá í hlöðunni, olli raka. Súr-
heyið var tekið upp á 3—4 daga fresti og geymt í
fjóshlöðunni, og tók eg eftir því, einkum seinni vetur-
inn, — því þá var langtum meira af súrheyinu — að
slagningur og mygla fóru að setjast á viðina í lilöðunní,
sem ávallt liafði áður verið alveg rakalaus. Kenndi eg
súrheysgufunni um þetta. Hið sama lieíir komið fram
í fjósinu. Aður en eg fór að verka súrhey, var fjósið
alveg rakalaust, en á hverjum vetri síðan, heiir komið
í það mikill slagi og mygla, eftir að farið hefir verið
fyrir alvöru að gefa súrlieyið. Hefir stundum kveðið
svo mikið að þessu, að allir viðiruir og þekjan hefir
vaxið stórum gorkúlum og allt rjáfrið verið blautt af
slaga og mygglu. Mér er mjög grunsamt um, að súr-
lieysgufan sé skuid í þessum raka, og að í henni rnuni
vera þau efni, sem séu einkarvel löguð fyrir þetta lága
jurtalíf. Eg skal láta ósagt, að live miklu leyti mætti
fyrirbyggja þetta með loftsúg, en mér hefir ekki tekizt
það enn þá. Álít eg þetta talsverðan ókost við súrheyið
og vil vara menn við að geyma súrhey til lengdar
Búnaðamt. II.
7