Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 103
99
25.—29. sept., lijer um bil 95 klyfjar af hráu hafra-
grasi og sennepi, 45 klyfjar af há, 38 klyfjar af rófna-
káli og arfa og 45 klyfjar af útheyi ur móum, sumt
sinuborið og fremur létt. Hverjar klyfjar voru hér
um bil 180—200 pd. Allt var þetta rennblautt,
og margt af pví hirt í rigningu. J>að var allt troðið
svo vel sem unnt var og pessa 5 daga, sem verið var
að flytja í lilöðuna, seig allt af nokkuð. J>egar þessar
223 klyfjar voru komnar í hlöðuna, var hún að mestu
full undir bita í miðjunni, en lægra utan með. Eg
hafði lægra utan með af því að ávallt vill síga minna
þar en í miðjunni. 30. sept. var tvítyrft yfir heyið með
hálfblautu torfi og síðan flutt grjót á ofan, hjerum bil
8 — 10 þuml. þykkt lag yfir allt saman. Nú seig mikið
í rúma viku. Ekki bar á, að hiti kæmi í grasið, meðan
verið var að láta í hlöðuna, nema í liána; húu liitnaði
strax fyrstu nóttina. Svo var útheyið látið ofan á hana,
og bar svo ekki á nokkrum hita, þegar tyrft var, en
ekki gat eg rannsakað, livað hitanum leið í neðri lög-
unum. Eptir 12 daga lét eg flytja veggjamold í hlöð-
una, sem átti að geyma til að blanda henni í mykjuna
um veturinn. Yar þá flutt í lilöðuna um 100 kerru-
hlöss af mold, svo hún fylltist aptur, nærri undir bita,
og var moldin jafnóðum troðin. Eftir tvo mánuði var
búið að eyða svo af moldinni, að komist varð að súr-
heyinu, og var þá tekið til að gefa það. Súrheyið var
alstaðar óskemmt og sýndist mjög vel verkað. Kýrnar
átu súrheyið vel, en tæplega var það eins gott og það
var veturinn 1883—84. Sígið hafði í hlöðunni um 5/'a
af liinrii upprunalegu liæð, og var stálið ákaflega fast.
Talsvert af safa hafði pressast úr súrheyinu og sígið
burt gegn um lokræsið 1 botni hlöðunnar; mátti sjá hann
seitla út úr opi þess framan af vetrinum. Sá eg á þessu,
7*