Búnaðarrit - 01.01.1888, Side 111
107
mjög ólíkt og skal ég minuast á dæmi þessi síðar.
pað er nú sök sér, þó höfundurinn gjöri súrhey jafnt
hráu grasi, en hann fer lengra á 48. bls. þarsem liann
segir: »í>að hlýturað mega nægja, að gefa kúm hér á
landi 20—30 pd. af súrheyi á dag og ef pað ekki er
nóg, þá aðgefa nokkuð af öðru heyi ineð eða þá korni
og rófur*. Svo sem til að sanna þetta tilfærir höfund-
urinn á sömu bls. skýrslu úr Búnaðarritinu 1887 uni
súrheysgjöf í Engey, og segir; »Eftir skýrslu úr Bún-
aðarriti H. J.« o. s. frv. »var kú gefið í mál 5 pd. af
súrheyi og 5 pd. af heyi og lítið eitt af þangi og hélzt
hold og mjólk sem með vanalegri gjöf. Eftir burð kýr-
innar mjólkaði hún líkt og að undanförnu, með 14 pd.
í mál af töðu, þá er henni voru gefin 7 pd. súrliey og
5 pd. töðu«. Eljótlega á að líta finnst mér höfundur-
inn ætli að sanna með þessu, að mjólkandi kýr þurfi
ekki nema 20—30 pd. af súrheyi á dag; en livað því
valdi, að hann vilji sanna slíka fjarstæðu, er mér ómögu-
legt að skilja. Jaegar þetta er borið saman við það, sem
höfundurinn segir á 18. og 20. bls., þá er ómögulegt
að þýða það nema á tvo vegu og er livorugur góður.
Annar er sá, að það, sem ég tilfærði á 48. bls. sé mis-
prentað og eigi að vera eitthvað annað, og þá er mjög
leitt, að ekki skuli vera búið að leiðrétta það. Hinn er,
að geta þess til, að höfundurinn hafi ruglað saman hráu
grasi og þurru heyi og hafi álitið að kýrin þyrfti ekki
fleiri pund af töðugresinu hráu af ljánum, heldur en af
þurri töðu úr stálinu. |>etta er nú næsta ólíkleg til-
gáta, en hún fær þó dálítinn stuðning í því, sem stend-
ur á 22. og 23. bls., þar sem höfundurinn á 22. bls. hef-
ur það eftir Svíum, að kýrfóður afþurru beyi taki upp
4 sinnum ineira rúm en kýrfóður í súrheyi, og svo á
23. bls. sýnir ineð reikningi, að það liúsrúm, sem taki
kýrfóður — þ. e. 28 pd. á dag í 232 daga — rúmi svo