Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 121
117
höfn, því moldin tollir þá við grasrætumar, og er pá
hægra að flytja hana en ella. Ef petta er ekki gjört,
getur hæglega farið svo, að gróðrarmoldin verði neðst, en
hinn ófrjóari liluti jarðvegarins ofan á, og sjá allir, hve
skaðlegt það væri.
J>egar garðar hallast nokkuð til muna, sígur allt
vatn, hæði regnvatn og vökvivatn, jafnótt frá efri hluta
garðsins, og kemur þeim plöntum, sem par vaxa, að
litlum sem engum notum, en nemur par á móti á burt
með sér mikið af næringarefnunum, sem peiin eru ætl-
uð. J>að sprettur pví miklu betur neðan til en ofan
til í garðinum, og stundum sprettur lítið sem ekkert
efst. J>etta er margreynt og auðskilið. — Faðir minn,
Stefán bóudi Stefánsson, hatði 2 garða á Heiði í Skaga-
firði, annar sneri mót vestri, en hallaðist lítið og óx
jafuvel í honum öllum; ,hinn var í halla móti suðri og
í algjörðu skjóli fyrir norðanvindum; neðan til í honum
spratt vel, urn miðbikið nokkurn veginn, en í efri beða-
endunum voru plönturnar mjög smáar og kyrkingslegar,
hvernig sem viðraði. Sami jarðvegur var í báðumgörð-
unum og eins hirtir að öllu leyti. Mörg floiri dæmi
get eg tilfært, en álít að petta eitt nægi.
Vatnið er eitt af aðalskilyrðunum fyrir lífi, vexti
og viðgangi jurtanna; pað leysir sundur næringarefnin
og blandast peim, svo jurtin getur sogið pau til
sín gegn um hin örsmáu rótarhár. Ef vatn skortir í
jarðveginn, getur jurtin ekki hagnýtt sér pau næringar-
efni, sem hann hefir í sér fólgin og annars gætu
orðið lienni að notum. En vatnið getur líka orðið
skaðlegt, ef pað er of mikið, eins og eg hef drepið á
hér að framan.
J>að er pví mjög áríðandi að vera vandur að garð-
stæði í pessu tilliti. Víðast livar er völ á hentugu
garðstæði, annaðhvort heima við bæi eða nokkuð frá bæ,