Búnaðarrit - 01.01.1888, Qupperneq 128
124
hafa reynzt beztar til kartöfluyrkju, og jafnframt reynt
að sýna fram á, hvernig peirra verður aflað með hæg-
ustu móti. — |>að verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir
mönnum, hve áríðandi pað er og mikilsvarðandi, að
hirða vel áburðinn og drýgja liann á allan hátt. Hirðu-
leysi í pessum efnum er pjóðarlöstur, sem örðugt veitir
að útrýma, en sem stendur öllum verulegum framförum
í jarðyrkju fyrir prifum. Iðulega hefir verið skrifað um
petta, en fjöldinn af bændum látið pað eins og vind um
eyrun pjóta; en menn mega ekki þreytast að áminna
og ráðleggja, því allt af eru pó nokkrir, sem fara að
hollum ráðum.— Bændur vita almennt, að það ríður á
að vanda haugstæði og forðast að láta löginn renna úr
mykjunni, og svo hreykja þeir henni upp á hóla, þar
sem vel rennur frá lienni alla vega, eða setja hana rétt
við bæjarlækinn, svo að lækurinn tekur mikið af mykj-
unni og allan löginn, sem úr henni sígur. J>eir vita,
að ösku má hafa til áburðar, og svo safna þeir henni
í hauga og láta þá ónotaða. J>eir vita, að golt er að
hafa salerní og forir, en hafa hvorugt. J>eir vita, að
sauðatað er ágætur áburður og brenna því svo öllu, en
skeyta eliki um að taka upp móinn, sem víða er rétt
fyrir utan vallargarðinn, já þeir vita það, vita það mjög
vel, reyna það árlega, að þeir partar af túninu spretta
miklu betur, sem vel er borið á, en hinir sem lítið er
á borið, og hið sama er að segja um garðana, en þó
láta þeir sér lítið annt urn að hafa mikinn og góðan
áburð. J>egar talað er um þetta við þá, segja þeir:
»Já, það er satt, það er liörmung til þess að vita, hvað
menn hirða illa áburðinn bæði eg og aðrir, það er víst
um það», og þar við situr lijá flestum. pað eru nátt-
úrlega margar heiðarlegar undantekningar, som ekki eiga
skylt við þetta mál, en þær eru allt of fáar. J>eir
menn, sem ganga á undan öðrum með góðu eftirdæmi