Búnaðarrit - 01.01.1888, Page 129
125
í þessu efni, eiga sannarlega mikinn heiður skilið, og
pað ætti að geta þeirra opinberlega þeim til verðugs
lofs og öðrum til góðs eftirdæmis og fyrirmyndar.
Uþþstunga garðsins o. fl. — Bezt er að stinga
garðinn upp að haustinu svo snemma, sern því verður
við komið eftir upptöku kartaflanna. Hnausarnir skulu
hafðir svo stórir sem unnt er og á ekki að slá úr þeim
eða mylja þá, heldur láta þá halda sér. Ef jarðvegur-
inn í garðinum er leirblandinn og þéttur í sér, er gott
að pæla garðinn 1 hryggi, þannig að fyrstu stungunni er
bylt um, önnur stungan er lögð ofan á hana, þriðju
stunginni bylt um, fjórða lögð ofan á hana og svo frv.
l. mynd. Hryggirnir eða reynarnar skulu
vestur liggja frá norðri til suðurs og
verður því að byrja vestan eða
austan á garðiuum. I skorning-
ana eða stunguförin milli hryggj-
anna skal bera þann áburð, sem
til garðsins er ætlaður, svo mikið
sem þurfa þykir og fer það nátt-
úrlega eftir því, hve jarðvegurinn
er frjór ög áburðurinn hentugur.
pang er ágætt til íburðar að liaustinu, og ættu allir,
sem við sjó búa, að nota það1.
Surnir hafa á móti því að bera í garða á haustin^
vegna þess að áburðarlögurinn renni burt með regn- og
leysingarvatni á veturna og korni því ekki garðinumað
notum. þetta þarf ekki að óttast, ef garðurinn hallast
ekki; en sá er kostur haustíburðarins, að áburðurinn
1) Árni Pálsson i Narfakoti: Nokkur orð um garðyrkju ísaf.
XIII 46. Iíið lofsverða dæmi þossa manns sýnir, live órökstuddir
hleypidóinar eru ó&reiðanlegir, og hve nýtni og skynsamleg við-
leitni er affarasæl.