Búnaðarrit - 01.01.1888, Side 137
133
garðyrlíjumenn hafa ]>ann sið, að dreifa undir eða ofan á
hverja kartöflu 1—2 hnefum af vel muldu gömlu taði1
(hrossataði eða sauðataði), blönduðu með sandi eða mold;
væri bezt að liafa til pess góða nýja grassvarðarmold, er
víða má fá í grasmóum utantúns; þó mætti og aðra
mold nj'ta. J>etta hlýtur að vera til mikilla bóta, eink-
um ef garðurinn er ekki því betur tæddur og jarðvegur
pví hentugri. Sumir hafa til þess eintóman, óbiandað-
an sand, ef jarðvegurinn er of þettur; en þá álít ég
ráðlegra að dreifa sandinum jafnt yfir allan garðinn.
Kartöflur ætti jafnan að setja í þurru og hlýjn
veðri, en forðast að gjöra það í regni og kulda.
Eg verð að geta þess, að sumir hafa þann sið, að
skipta útsáðskartöfium, þegar þær eru stærri en til er
tekið hér að framan, og heíir reinzt það vel. J>eir, sem
stunda kartöfluyrkju að nokkrum mun, ættu jafuan að
geta haft hentugar útsáðskartöflur, svo þeir þyrftu ekki
að skipta þeim. J>ó getur það komið fyrir, að nægilegt
útsæði sé ekki fyrir hendi, og þá má hæta úr því nokk-
uð með því að skipta stærstu kartöfluuum. Yenjulegaer
þeim að eins skipt í tvo helminga eftir endilöngu, eða
skurðurinn er lagður gegn nm toppenda og stofnenda
kartöflunnar. Ekki má skera mjög nálægt augunum og
því síður skerða þau.
Ef aðeins ein eða örfáar kartöflur eru til útsáðs og
ekki er hægt að aíia sér útsæðis í tæka tíð, skal láta
kartöflur þær, sem til eru, spíra, skera þær svo í sund-
ur, þannig að dálítill biti af kartöflunni fylgi hverri
spíru og setja þá niður á sama hátt og spíraðar kart-
öflur í vermireiti, smájurtapotta eða kassa, er hafðir séu
á hlýjum stað. pegar plönturnar eru orðnar nokkuð
stórar og svo er orðið áliðið, að eklti þarf að óttast frost,.
1) Björn i Fornliaga hafði til þoss gamla kvíjamykju.