Búnaðarrit - 01.01.1888, Side 141
137
Jmrkar, pá liefLr reynslan kennt að betra er, að smá-
vökva hann fyrir liádegið annan eða priðja hvern dag»,.
segir Eggert Ólafsson. En hetra mun að vökva sjaldn-
ar og meira í einu; einu sinni í viku er mátulegt. í
hitatíð er bezt að vökva á kvöldin, en pegar svalt er
að nóttunni, er betra að vökva að morgninum. Aldrei
skyldi vökva í kulda. Yökvivatnið ætti aldrei að vera
mjög kcdt, og þess vegna er betra að láta það standa
í múraðri gröf eða tréstömpum í garðinum nokkrastund,
áður en vökvað er með því svo það volgni. Er nauð-
synlegt að hafa slík vökvivatnsílát í hverjum matjurta-
garði. Bezt er að vökva með regnvatni, og ættu menn
því að reyna að safna því; brunnvatn er vanalega slæmt
til vökvunar, að minnsta kosti verður að láta það standa
nokkuð lengi áður en það er brúkað.
Af því að engin vissa er enn fengin fyrir því, hvort
lcartöflusýlán sé hér á landi eða ekki, sleppi eg að geta
varna við henni. Eg vona, að ekki líði á löngu áður
en komist verði að sannleikanum í þessu mikilvæga
atriði.
lípptaka kartaflanna. — Ekki er hægt að ákveða
neinn tíma, hve nær kartöflur skuli upp taka að liaust-
inu, því það er mikið undir tíðarfarinu komið. J>egar
grasið er fallið algjörlega, vaxa kartöflurnar ekki að
mun. |>egar stöðug næturfrost fara að ganga, en það
er sjaldan fyr en seinni hluta septemhermánaðar, skal
taka kartöflurnar upp, hve nær sem veður leyiir. J>að
sakar þær ekki, þó moldin skurni dálítið áður en þær
eru teknar upp, ef þær liggja ekki berar. J>ó að tíð
se góð, þá mun óvíða hér á landi ráðlegt að fresta upp-
tökunni fram yfir septembermánaðarlok. Áríðandi err
að veður sé þurt og hlýtt, þegar kartöflurnar eru tekn-
ar upp og moldin sem þurrust. Bezt er, að tveir menn