Búnaðarrit - 01.01.1888, Side 146
142
Eins og eflaust margir vita, er kartöfluplantan
(solanum tnberosum) ættuð frá Suður-Ameríku, þar er
hennar náttúrlega og upprunalega heimkynni. Undir
lok 16. aldar fluttist hún til Európu og síðast á öld-
inni sem leið, var hún víða ræktuð hér í álfu. Nú
má svo lieita, að hún sé útbreidd um allan lieim, og
hvervetna lofuð fyrir nytsemi og gæði. J>að ræður að
líkindum, að sú planta hafi tekið miklum og margvís-
legum breytingum, sem búið er að rækta með breyti-
legri aðferð í 300 ár, iangt frá heimkynni sínu víðs
vegar um heiminn, í ýmsum jarðvegi og uudir afarólíku
loftslagi, enda hafa fram komið mjög mismunandi lcar-
töjlukyn1 2 (varietates), sem bæði að útliti, frjósemi og
bráðþroskun eru allólíkar, sumar óvandaðri að jarðvegi
og allri aðlilynningu en aðrar o. s. frv. Menn hafa og
með kynblöndun framleitt ný kartöflukyn. Oss Islend-
inguin riði mjög mikið á að fá einkum það kartöflu-
kyn, sem væri bráðþroska, því vaxtartíminn hér er vana-
lega svo stuttur. Eg ætla að uefna nokkur hin helxtu,
og ætlu menn svo að reyna sem ílest af þeim, og vita,
hvert af þeim lieppnaðist bezt. Bezt væri að fá nokkr-
ar kartöflur frá útlöndum af hverju kyni. Garðyrkju-
félagið útvegaði þær að líkindum, ef þess væri æskt.
Ivartöflurnar geta verið bæði aflangar, linöttóttar,
og hvað litinn snertir, bæði rauðar, gular og flikróttar.
Af aflöngum gulum kartöflum eru þessar hjeztar og mest
bráðþroska-: Askblaðaða lcartaflan, kiclneykartajlan,
1) Orðið k y n í Jiessari morkíngu (v a r i e t a s=:a f b r i g ð i er
algengt í íslonzku t. d. Ijárkyn, hrossnkyn, kúakyn o. s. frv.,
og get eg Jiví ekki séð neitt á móti því, að liafa það cinnig í
þessu sambandi. En Jiað er auðvitað annað en liið s y s t o m a-
t i s k a k y n (genus).
2) Stephan Nyeland: Kökkenhavedyrkningen. Kbli. 1886,
bls. 180.