Búnaðarrit - 01.01.1888, Side 167
163
Suðurfjarðalirepjmr liggur með fram syðri álmu
Arnarfjarðar. Yestast er Bíldudalur. Mætti par liafa
stór og góð tún. Engjar eru allmiklar og liggja inn
frá fjarðarbotninum. Haglendi er mikið inn í dalnum,
en eigi er það talið vel kostgott. Jjó mundi það talið
kjarnaland í megringssveitum. En á Vestfjörðum venj-
ast menn kostmiklum stráum; en ókosturinn er, hversu
fá þau eru. Vetrarríki er þar nokkuð. — Fyrir austan
Bíldudal er Otrardalur ; þar var fyr meir stórt og gott
tún, en nú er það mjög af sér gengið sökum óræktar.
Engjar eru þar talsverðar, en votlendar.—J>á er Dufans-
dalur. Tún er þar stórt, engjar litlar, en úthagi all-
mikill. — J>á eru : Eossfjörður, Reykjarfjörður, Trostans-
fjörður og Geirþjófsfjörður. — Firðir þessir eru mjóir og
alllangir, og ganga daladrög inn af þeim, sem hera nöfn
af fjörðunum, og í þeim standa bæirnir. Vegur milli
þeirra er langur og torsóttur. Við firði þessa eru engj-
ar litlar og erfiðar, holzt Fjallheyskapur. Sauðland er
þar allmikið og mjög gott. Víðir er töluverður, og þar
er vorgott. Tún eru nokkur, en hagar fyrir stórgripi
litlir og slæmir.—Miklu er brennt af lirísi, því að mó-
tak er lítið og slæmt nema í Bíldudal.
Sjór er nokkuð stundaður og að nokkru leyti lifað
á honum. Garðarækt er fremur lítil, en inn í fjörðun-
um gæti lnin þó orðið að miklum notum, ef hún væri
vel stunduð, því að veðursæld er þar mikil. Ekki er
hægt að telja, að nokkrar jarðabætur hafi verið gjörðar
í þessum hreppi, enda eru nær því allir búendur leigu-
liðar og flestir efnalitlir. Tún eru þar þó víða mjög
þýfð, en elcki eins grýtt og brattlend eins og á öðrum
stöðum á Vestfjörðum. — Beztar jarðir þar eru taldar :
Dufansdalur og Otrardalur; en ef Bíldudal væri sómi
sýndur, mundi sú jörð alls ekki gefa hinum eftir.
H*