Búnaðarrit - 01.01.1888, Page 174
170
ekkert liöfðu þeir móliögglar skemmzt, sem höfðu legið
par yfir veturinn.
Garðarækt er lítil, helzt kálrækt. Á nokkrum hæj-
um eru pó engir garðar.
Jarðirnar á Múlanesi liafa talsverð hlunnindi af
æðarvarpi ; sömuleiðis er pað lítið eitt á Svínanesi. Dá-
lítil selveiði er par á nokkrum stöðum, einkurn á Múla-
nesi. Fram undan flestum nesjunum er hTognkelsaveiði
á vorum og ofurlítil heilagfiskisveiði á sumrum. Jarða-
hætur eru par hvergi svo teljandi sé ; enda er víðast
hvar óhægt að vinna að engjahótum til rnuna.
Aftur á rnóti er mikið verkefni fyrir höndum við túna-
rækt.
Gufudalslireppur er að mörgu leyti líkur Múla-
lireppi, hvað landslag snertir, tún, engjar og haglendi.
Yestast er Skálanes; pað sr langt, og Gufudalsháls, sem
er allhár fjallgarður, gengur fram eftir pví. |>á er Gró-
nes og Hallsteinsnes ; pau ganga styttra fram og eru
ekki eins há.
Garðarækt er nær pví engin; á stöku bæjum lítil-
fjörleg kálrækt.
Hlunnindajarðir eru par engar svo teljandi sé. Að
sönnu er dálítil selveiði framundan Hallsteinsnesi, og
undan Skálanesi veiðist lítið eitt af hrognkelsum. Enn
fremur er ofurlítil silungsveiði í ánum, sem falla í fjarð-
arhotiaana.
Jarðahætur eru par mjög óvíða. Helztar eru pær
hjá |>órði Arasyni á Kletti og Jóni Finnssyni á Hjöllum.
J>ess má og geta, að túnið á Eyri liefir verið girt með
góðum grjótgarði fyrir mörgum árum síðan, og hefir
honuin verið haldið vel við.
Mór er par á nokkrum stöðum, en víða er hann frem-
ur lélegur og örðugt að afia hans.