Búnaðarrit - 01.01.1888, Page 176
172
J><5 á Reykhólum; þar fæst oft nokkuð á annað hundrað
af sel á haustin, og um og yfir 50 á vorin. Dúntekja er
þar töluverð ; enn fremur á Stað og víðar til nokkurra
muna.
Að austanverðu á nesinu er enginn hær, en ágætt
liaglendi fyrir sauðfé.
Á Reykjanesi er mjög fagurt útsýni; þar er fremur
veðursælt og snjólétt á vetrum.
í Innsveit er haglendi mjög gott, en nokkuð
er þar snjóþungt á vetrum. Engjar eru fremur reit-
ingssamar og liggja óvíða vel við bótum. Aftur á móti
gæti túnrækt verið í góðu lagi, því að tún liggja vel á
mörgum jörðum og mótak er þar allvíða.
Illunnindi eru þar engin, nema dálítil selveiði á
Borg og Hólum ; enn fremur ofurlítil dúntekja á Borg,
en hún mætti vafalaust vera víðar, ef hægt væri að friða
fuglinn fyrir vargi, því að í Króksfiði eru nokkrir liólm-
ar, en það fjarar þó frá þeim.
Garðrækt er mjög lítil í Reykhólahreppi, þótt
víða liggi vel við henni; helzt er liún stunduð á Reyk-
hólum.
Nokkrar jarðabætur hafa verið gjörðar í hreppnum.
Langinestar eru þær þó á Reykhólum ; enda hefir
enginn í sýslunni unnið jafnmikið að jarðabótum, sem
ábúandinn þar, Bjarni J>órðarson. Enn fremur hafa
töluverðar jarðahætur verið gjörðar á Bæ, Stað, Skerð-
ingsstöðum, Höllustöðum og víðar.
Margar ágætar jarðir eru í hreppnum. Eyrst má
þó nefna Reykhóla, enda er liún ein með beztu jörðum
á landinu. Þar er mjög fagurt útsýni og stórkostlegt,
og hvergi hefir mér þótt eins fallegt heimreiðar eins og
þar. Enn fremur prýðir það jörðina, að hún er nú
mjög vel setin af eiganda hennar og áhúanda, Bjarna
pórðarsyni. J>á er Staður mjög góð jörð. Einnig mega