Búnaðarrit - 01.01.1888, Side 180
176
að vegirnir eru víða framan í snarbratta og skriður og
grjóthrun ej'ðileggur pá.
Túnarækt í Barðastrandarsýslu er víðast mjög á-
bótavant; er pað mikið sökum þess, hve áburðurinn er
illa hirtur. Bram til síðustu ára hefir það verið al-
gengt, að láta kýr liggja úti á sumrum, en úr vetrar-
mykjunni heíir verið búinn til klíningur í eldinn. Nú
er það þó mikið að leggjast niður, að hafa kýr úti um
nætur á sumrum; þó er það enn á nokkrum
stöðum.
J>ar sem fjörubeit er, standa sauðfjárhús á flestum
stöðum við sjó. En sökum þess, að fé, sem gengur í
fjörum, bleytir mjög undir sér, þá hefir það verið alsiða
að moka miklu af sandi inn í húsin, til þess að halda
þeim þurrum. Sandurinn er svo endrum og sinnum
mokaður út með sauðataðinu, og svo öllu fleygt í sjó,
læki eða þá drifið upp í hauga. Jessir haugar eru
víða stæðilegir, þar sem þeir eru orðnir mörg hundruð
ára samsafn. Næsta lítill áburður er þó í flestum þess-
urn haugum; því að rigningarvatn heiir smátt og smátt
þvegið liann á burtu, og svo er sandurinn, sem inn er
mokað, ætíð svo mikill að liann yfirgnæflr áburðinn.
pað væri þó gott, að nota liauga þessa í kartöfiugarð,
einkum þar eð sandurinn er víða að mestu leyti skeija-
sandur. Enn fremur væri hentugt, að breiða úr haug-
uuuin ylir raklenda jörð. Helzt skyldi það þó gjörast á
haustin, því að þá er sandurinn sokkinn niður í jörðina
áður en slegið er. Meira skeytingarleysi er ekki liægt
að hafa með áburð, en hér hefir verið nefnt; er eigi að
ætlast til, að vel fari með því lagi. En sem betur fer,
er þessi ósiður mjög að leggjast niður, þótt allmargt
sé enn af sandhúsum, einkum á Barðaströnd. En von-
andi er, að eigi líði á löngu, þangað til öll sandhús eru
horfin. í stað sandhúsanna hafa komið grindahús, og