Búnaðarrit - 01.01.1888, Page 189
185
pegar hey eru farin að þorna, eru þau ekki látin liggja
flöt að kvöldi, nema auðsætt sé, að vindþurkur verði
yfir nóttina. Margir liafa líka dúka til þess að breiða
yíir uppsætt hey. Dúkar þessir eru nefndir hærur eða
galtatjöld. Lang-almennust eru þó galtatjöld í vestur-
sýslunni, einkum í Tálknafjarðarhreppi; enda finnast
þar bændur, sem eiga allt að 30 hærur. J>eir telja hær-
urnar eins og má beztu búmannseign; enda telja þeir
heyið svo gott sem komið inn, þegar það er komið undir
hærur. Elestir vinna liærurnar sjálíir. í nppistöðuna
er hafður allur versti ullar-úrgangur. Uppistaðan er
liöfð tvöföld; viðlíka gild og pokaþráður. ívafið er lir
uppleystum hrognkelsanetjum, sem eru orðin ónýt til
veiða; en ef þau eru eigi til, þá úr ullarúrgangi. Bezt
mnndi þó hrosshár reynast, því að það hleypur ekki.
Uppistaðan er vanalega höfð 6 kvartil á breidd. J>ráða-
fjöldi 300—360. Ef ekki er hægt að hafa uppistöðuna
6 kvartil á breidd, er hún höfð 3 kvartil og liæran svo
jöðruð saman. Hærurnar eru jaðraðar með snæri eða
hrosshársþin, og eru þær látnar poka lítið eitt, svo að
þær lagi sig sem bezt eftir heyinu. Lykkjur eru hafð-
ar í öllum hornum og á miðjum hliðum, svo að hægt
sé að festa í þeim steina eða hæla, til þess að halda
hærunum niður, ef hvessir. Hærur eru álitnar beztar
sem gisnastar; því að þá nær heyið að blása botur undir
þeim. — Ef ekki er hægt að koma því við, að vinna
liærur, þá má vel nota góðar mottur, ef þær eru til.
Séu útlendir dúkar keyptir, ætti að hafa þá sem gisn-
asta; og væri því beztur og ódýrastur veggfóðursdúkur.
Ef engir dúkar eru til, væri mikil bót að því, að ríða
net úr þræði eða innlendu bandi, og festa þau svo á
þini eins og hærurnar. Ef þannig löguð net væru
sett yiir heyið, fyki það mikið síður, og bólstrarnir yrðu
mikið jafnari ofan, og dræpu því trauðla. Ef bólstrar