Búnaðarrit - 01.01.1888, Blaðsíða 192
188
rækja þó landbúnaðinn í flestum greinum. Aftur á móti
farnast flestum vel, sem stunda landbúnaðinn rétt, allt
fyrir það, þótt þeir hafl við enga aðra atvinnugrein að
styðjast.
pað er auðvitað hægra sagt en gjört að kippa þessu
í lag; því að ekki er auðvelt fyrir fátæka menn, sem
hafa á litlu sem engu að lifa, fyrir sig og sína, þegar
fram á vorið kemur, að sitja þá heima og gæta búa
sinna; því að neyðin og þarfirnar kúga | á til sjávarins,
til þess að reyna að fá eitthvað til að lifa á. Oft tekst
þó svo ógæfulega til, að þeir fá lítinn sem engan hlut,
en allt fyrir það lifa þeir, þótt hagur þeirra sé auðvit-
að ekki góður. En það gengur ætíð svo, að hægra er
að koma ólaginu á, en koma því af. Óskandi væri þó,
að sveitamenn, sem fara til sjávar á vorin, og skilja eigi
annað eftir en konur og börn, vildu almennt leggja vel
niður fyrir sér, hvort það muni borga sig, að »liafa tvö
járnin í eldinum í einu», og vanrækja í flestu sína að-
alatvinnugrein og bjargræðisstofn, en sitja nokkurn hluta
af árinu langt frá heimilum sínum yfir stopulli atvinnu-
grein, sem stundum bregzt algjörlega.
|>að er áðnr sagt, að margar hlunnindajarðir séu í
sýslunni; en enginn efi iiggur á því, að þær gætu þó
verið fleiri og betri, ef rétt væri á haldið. Endaeralls
ekki hægt að segja, hversu mikið æðarvarp gæti orðið
í Eyjalireppi og á þeim landjörðum, sem ej'jar liggja
undir, ef alls væri gætt, sem nauðsynlegt er til þess, að
varp geti þróazt. Enn fremur mætti á sumum stöðum
koma á varpi þar, sem engin æður vcrpir nú. , En
því miður stunda margir varpið ver en skyldi. Að
sönnu heflr æðaræktarfélagið komið töluverðu til leiðar,
með því að eyðileggja varginn, svo að æðarvarp liefir
aukizt talsvert síðan félagið var stofnað. En þótt und-
arlegt megi virðast, taka flestir varpeigendur nokkuð af