Búnaðarrit - 01.01.1888, Side 215
211
S k ý r s 1 a
yfir lifandi þunga á sauðum, er #Kaupfélag þingeyingac
sendi til Englands haustið 1887.
275 sauðir frá 90 til 99 pund á 26118 pund
1093 — — 100 — 109 — á 114702 —
1026 — — 110 — 119 — á 117224 —
558 — — 120 — 129 — á 68915 —
166 — — 130 — 139 — á 22132 —
31 — — 140 — 156 — á 4467 —
3149 353558
Skýrslu þessa hefir gefið Pétur Jónsson bóndi á Gautlönd-
um við Mývatn. Getur fiann þess, að flestir sauðirnir hafi ver-
ið tvœvetrir, en þeir sauðir, som náðu 150 pundum, þrévetrir.
Enn fremur getur liann þess, að sauðir Bárðdælinga liafiverið
beztir til jafnaðar, og voru þeir að meðaltali 119 pund.
þessi liaustvigt á lifandi fé getur þó aldrei orðið í bezta lagi
nákvæmur mælikvarði fyrir vænleika kindanna; því að erfitter
að vigta margar skepnur, og að þær séu þó allar í sama ásig-
komulagi. En ef kindur svengjast eða mæta rekstri í heitu
veðri, þá eru þær fijótar að léttast svo að nokkru muni. Jón
Jónsson bóndi á Mýri í Bárðardal, getur þess, að síðastliðið
haust hafi þar verið vigtaðar 8 mylkar ær að kvelditil. Morg-
uninn eftir um dagmál voru þær aftur vigtaðar, og reyndust
þær þá að meðaltali 4,5 pundum léttari en um kveldið. Tvær
þær vænstu léttust um 6 pund hvor. Sú, er rninnst léttist,
léttist um 3 pund. Vænsta ærin vigtaði um morguninn 120 pd.
og lagði sig 51 pund kjöt, 10 pund mör. En meðalvigt afám
þessum var 102 pund lifandi þungi um morguninn, en þær
lögðu sig 40,8 pund kjöt, 8,4 pund mör. Ef kindur eru rekn-
ar hart, þótt ekki bó nema mílu vegar, þá má ganga að því
vísu, að þær léttist alls ekki minna, einkum hafi veður verið
heitt, heldur en það fé, sem stendur gjaflaust og vatnslaust
næturlangt. Að sönnu hefi eg ekki fengið skýrslur um þetta
atriði, en það er þess vert, að það sé návæmlega athugað, ef
það fer að verða algengt, að selja fé eftir lifandi þunga.
14*