Hlín - 01.01.1922, Blaðsíða 32
30
Hlín
en löngu hættur drykkjuskap og allri óreglu, sæmdar-
maður, en konan var væn kona altaf, börnin voru efnileg
»vel af Ouði gefin«, en þegar bernskuárin þrutu og alls-
konar starf og nám kallaði út í lífið, þá kom heilsuleysið
í ýmsum myndum og margskonar ósjálfstæði í orði og
verki. — Hafið þið heyrt getið um lítið þorp, sem fyrir
fjörutíu árum var fjölment og fiskisæit? þar var aflað
mikið og drukkið fast. Nú eru þar nokkrir fátæklingar,
og það sem lakara er, sveitakennarar, sem þar hafa verið,
segja mjög erfitt að kenna börnum þar, því mörg af
þeim geti ekki lært neitt. Því miður eru þessi dæmi
mörg; og jeg trúi því ekki, ungu stúlkur, ef þið hugs-
uðuð ykkur vel um, að það kæmi ekki hik á ykkur að
gefa hönd og hjarta manni, sem búin væri að misbjóða
bæði sál og líkama með andstyggilegri víndrykkju. Ef
allar ungar stúlkur tækju sig saman um það að giftast
engum þeim manni, sem neytti víns, heldur þeim einum
er afneita því með öllu, þá færu bæði bannlög og aðrir
fagrir siðir sigurför um landið okkar innan skamms. En til
þess að lækna þetta mein okkar dugir ekkert annað en
algert bann. Bindindi er gott og blessað. Goodtemplara-
reglan hefir unnið ómetanlegt gagn, en alt er það árang-
urslaust meðan íslendingar eru ekki orðnir svo þroskaðir,
ekki svo vandir að virðingu sinni, að þeir hlífist við að
brjóta hátíðleg loforð um æfilangt vinbindindi eins og
væri það leikur einn. Petta gera mentuðu mennirnir okkar,
þetta hafa þeir fyrir unglingunum, sem eiga að gæta
framtíðarinnar.
Nei, það dugir ekkert bindindi, bara bann.
ísafirði í defieniher 1Q2I.
Rebekka jónsdóttir
frá Oautlðndum.