Hlín - 01.01.1922, Blaðsíða 53
Hlin 51
i
hörmulega slys vildi til 12, des. 1861. F*að sýndist vera
eitt af þessum óviðráðanlegu atvikum, sem koma fyrir í
lifinu. Pað var nefnilega aldrei venja að fara í hákarla-
legur um dimmasta skammdegið, mjög sjaldan fyr en
kom fram á Porra, en þessi duglegi formaður átti hús-
bónda, sem bar að hlýða, mun þó hafa grunað það sem
fram kom. Svipað var um Oísla Ounnarsson, föður
Eggerts i Langey, hann var orðlagður sjógarpur, en
druknaði þó. Heyrt þefi jeg, að hann hafi átt að segja,
þegar hann fór sína síðustu för: »AlIar kempur orku-
snjallar fara þegar feigðin kallar.* — Hann var úr Suður-
eyjum. — Pað er athugandi, að frásögn mín nær að eins
yfir Vestureyjar. — Breiðafjarðareyjar eru nefndar Suður-
og Vestureyjar. Bjarneyjarflói klýfur þennan eyjaklassa,
sem nær yfir þveran Breiðafjörð innanvert.
, Mig furðaði á því, þegar jeg kom til Eyjanna, hve allar
konurnar voru þar mikilhæfar og vel að sjer um flest,
að því er mjer virtist. Hvar höfðu þær lært? Enginn var
skólinn. Að eins ein kona í Flatey, Sólborg Sigurðar-
dóttir, kendi hannyrðir. En þær kunnu flest það, sem
hver húsmóðir þarf að kunna, eða svo fanst mjer, enda
voru þá gerðar býsna háar kröfur til giftrar konu. Hún
varð að geta komið ull í fat og mjólk í mat. Margar
þeirra unnu ágætlega að tóskap. f hverri ey var til vef-
stóll, og víða var það konan sem óf og kendi svo öðr-
um, þær voru duglegar og stjórnsamar. Jeg get ekki stilt
mig um að nefna nokkrar, sem sköruðu fram úr, t. d. í
sjómensku og sjerstökum dugnaði. — Það var t. d. sagt
um Jóhönnu, konu Ólafs prófasts Sívertsens í Flatey, að
ef henni þótti seint ganga verk hjá vinnumönnunum, þá
brá hún sjer í vinnu með þeim, jafnvel í grjót- og mold-
arverk, að tyrfa hús og hey, hafði hún verið bæði lag-
virk og mikilvirk. En að því loknu gat hún sama dag-
inn sest við fínustu hannyrðir, hún baldýraði t. d. allra
kvenna best. — Margir kannast við Herdísi Benedikiscn
4*