Hlín - 01.01.1922, Blaðsíða 63
Hlín
61
staðar fóru stúlkur í ver og þótti betra en heimastðrfin.
Kaupgjaldið var afar lágt. — Meðal kvenmannskaup mun
hafa verið 12 dalir, karlmanns helmingi meira, stúlkur 2
spjarir að auki, karlar 3 — 4. Sumstaðar höfðu stúlkur
frí milli jóla og nýárs þrettánda og þriðja dag páska. —
Vinnubrögðunum er að nokkru leyti lýst i því áðurtalda,
en mörg voru þó heimaverkin, sem enn eru ótalin. —
Eins og jeg hefi áður frá skýrt, fóru allir karlmenn tii
sjávar á páskum, og varð þá kvenfólkið að taka við
skepnuhirðingu og öllum útiverkum. —
Fyrsta vorverkið var kiíningsgerð, og var það mjög
seinlegt verk. Öll kúamykja var borin út um tún á
handbörum, ekki voru verkfærin margbrotin. Jeg man,
hve mjer gramdist, að ekki voru svo mikið sem hjólbör-
ur til vinnuljettis. Hjá foreldrum mínum vóru til tvennar,
aðrar minni fyrir okkur krakkana, og er það ekki ofmælt,
að við, 10 — 12 ára, afköstuðum jafnmiklu og tvær full-
hraustar stúlkur með handbörum. — Jeg vík svo aftur
að klíningsgerðinni. Oftast þurfti að bera vatn í mykjuna,
svo hægt væri að sljetta út klíninginn. það voru tilgerðir
spaðar, sem mykjan var tekin með, svo tóku aðrir við
og sljettuðu út, og voru kökurnar á stærð við meðal
flatkökur. Svo var þetta þurkað, borið heim í hús og not-
að til eldiviðar. Ekki var annar áburður bórinn á þar
sem klíningur var gerður. Á meðal-stóru heimili voru
mörg hús full af þessum eldivið, því hahn var afar hita-
lítill, fuðraði upp næstum eins og trjespænir. — Víða í
Eyjum var sá siður að láta fje liggja á trjegrindum. Fje,
sem gengur r fjöru, bleytir húsið svo mikið, að ómögu-
legt er að halda því hreinu eins og á landjörðum og fá
sauðatað. Ekki hafði Þórarinn gamli í Látrum þessar
trjegrindur, en í þess stað Ijet hann taka þang úr fjör-
unni, þurka það og bera í húsin, og var það mjúkt fyrir
ærnar að liggja á, svo var skift um og látið nýtt, þegar
fjeð fór að óhreinkast. Petta sambland af þangi og taðj