Hlín - 01.01.1922, Blaðsíða 43
Hlín
41
um, góðum mat, af því tískan er að drekka kaffi með
kökum, og þó vita allir, að það er bæði dýrt og óholt
að seðja svangan maga á sætu kaffibrauði.
Hvað er sönn gestrisni?
Fyrst og fremst alúðlegar og hlýjar viðtökur og ein-
læg, viðleitni að láta gestinum líða vel á allan hátt, bjóða
honum í hlýja baðstofu til heimamanna, en einangra
hann ekki skjálfandi í kaldri gestastofu, þó þar kunni
að vera skrautlegra umhverfi og fágur húsbúnaður. Það
er beinlínis hættulegt að bjóða ferðamönnum í köld fram-
hýsi og dæmi til, að af því hefir stafað yeikindi og
dauði. — Jeg sá það nýlega í blaðagrein að hrópað var:
»Burt með gestastofurnar úr sveitunum!« Höfundurinn
hefir líklega orðið fyrir þessari misskildu gestrisni, að
vera boðið inn í kalda stofu í stað hlýrra híbýla, og því
óskað stofunni út í hafsauga. Pað ætti alls ekki að eiga
sjer stað, að gestum sje boðið í köld herbergi að vetr-
inum. F*að þurfa allar húsfreyjur að hafa hugfast, og láta
það vera hvöt fyrir sig til að hafa baðstofuna svo vel
hirta og vistlega, að hún sje jafnboðleg gestum sem
hejmamönnum. — Og veitingarnar? Pær eiga að vera
eftir atvikum, matur eða drykkur án prjáls og óþarfa
fyrirhafnar, eitthvað sem gestinn gleður eða hann þarfn-
ast og vill þiggja í þann og þann svipinn. Kökur og
kræsingar eiga ekki að vera nein skylduhvöt á heimilinu
til handa hverjum gesti sem að garði ber, heidur til við-
hafnar og tilbreytingar í veislum og við hátíðleg tækifæri.
Daglegar veitingar gómsætra, miður hollra fæðutegunda,
er misbrúkun á þeim, svo engin hátíðabrigði þykir að,
og þá verður að leita enn annars til umbreytingar. Og
hvar nemur þá staðar? — Petta er ein af syndum mann-
anna að gerá æ hærri og hærri kröfur og klífa þrítugan
hamarinn til að fullnægja þeim. En sú synd býður öðr-
um heim, því einhvernveginn þarf að afla, og þegar í
kröggur er komið er gripið til örþrifa ráða — og duga