Hlín - 01.01.1932, Page 5
Samvinnusöngur
íslenskra kvenna.
Heilaga magn, er tengir land við land,
ijósfagra blys, er ekkert vinnur grand;
stjarna, er ofar ófrið jarðar brennur,
örmæddra sól, er stilt á himin rennur.
Stíg hátt, stíg hátt — óg hörmung stríðsins hrind,
stíg hátt, stíg hátt — og geislaþráðum bind
þjóðir, er sjálfum sjer í blindni búa
banadrykk haturs, lítt á mátt þinn trúa.
Legg bjarma yfir gjörvöll heimsins höf,
reis hallir yfir kúgaranna gröf;
slá ljóssins sprota á augu allra manna,
svo opnist fyrir hinu góða og sanna.
Samvinna, blys í heiftarmyrkri heims,
■lát hingað brosa stjörnu friðargeims,
að landið okkar elskaða og hvíta
Eden hins góða megi fegið líta.
Gef okkar veiku kröftum kraft frá þjer,
konan í þínu skjóli máttug er;
framundan bíður akur engu sáinn,
lát engu fræi kastað verða í bláinn.
Hulda,