Hlín - 01.01.1932, Page 6
Fundargerð
aðalfundar sambands norðlenskra kvenna árið 1932.
Laugardaginn 25. júní 1932 var aðalfundur S. N. K.
(hinn 19.) haldinn að Laxárdal í Þistilfirði í Norður-
Þingeyjarsýslu. *
Mættir voru varaformaður, ritari og gjaldkeri og 3
fulltrúar. Aðalformaður gat ekki mætt sökum veikinda.
Einnig sótti fundinn heiðursfjelagi S. N. K., Halldóra
Bjarnadóttir.
Fulltrúafundur var settur og haldinn kl. IOV2 að
morgninum. Var þar samin dagskrá fundarins og
kosnir endurskoðendur reikninganna, þær Þuríður Vil-
hjálmsdóttir, Svalbarði og Kristbjörg Jónatansdóttir,
Akureyri.
Kl. iy2 var svo aðalfundur settur af varaformanni,
Ingibjörgu Eiríksdóttur. LFm leið og hún setti fundinn,
bauð hún allar fundarkonur velkomnar, mintist á erf-
iðleika þá, er stjórnin hefði haft með að komast á þenn-
an fund sökum breyttra skipaferða, og þakkaði Kven-
fjelagi Þistilfjarðar fyrir, hve vel það hefði stutt að
því að ferðin hefði tekist. .
Fundarstjóri mintist látinnar starfssystur, Guðríðar
S. Líndal, Holtastöðum, er ætíð hefði staðið framarlega
í starfsemi S. N. K. Allar fundarkonur stóðu upp í virð-
ingarskyni við hina látnu.
Lesin var fundargerð síðasta aðalfundar S. N. K. til
þess að rifja upp fyrir fundinum gang málanna.
Þá var tekið fulltrúatal:
Mættir voru:
Frá Kvenfjelaginu »Hlíf«, Akureyri:
Kristbjörg Jónatansdóttir.