Hlín - 01.01.1932, Síða 10
8
Hlin
Þá var lesið upp brjef frá Kvenfjelagi Húsavíkur,
þar sem það mótmælir þeirri samþykt síðasta aðal-
fundar, að launa stjórnina, enda hljóti það að verða að
vera lagafyrirmæli. Málið var nokkuð rætt, og fjelst
fundurinn á að þetta væri lagabreyting og fól stjórn-
inni að senda það heim í deildimar til athugunar og
undirbúnings undir næsta aðalfund.
Síðan var samþykt svohijóðandi tillaga frá Halldóru
Bjarnadóttur: »Fundurinn leggur til að stjórn S. N. K.
verði launuð næsta ár, þannig að formaður hafi 100 kr. *
en gjaldkeri og ritari sínar 50 kr. hvor«.
Þá var kosin stjórn. Fyrir eindregna áskorun fund-
arins gaf Ingibjörg Eiríksdóttir kost á sjer sem for-
maður næsta tímabil, og var hún kosin, en varaformað-
ur var kosin Jóninna Sigurðardóttir, Akureyri.
Stjómina skipa þá:
Ingibjörg Eiríksdóttir, Akureyri (formaður).
Þóra Stefánsdóttir, Hjalteyri (gjaldkeri).
Guðrún Angantýsdóttir, Akureyri (ritari).
Þá vora lesnii’ upp reikningar sambandsins, endur-
skoðaðir, og samþyktir.
Samþykt að senda frú Huldu Stefánsdóttur, Þing-
eyrum pr. Blönduósi, svohljóðandi skeyti:
»Aðalfundur S. N. K. lýsir ánægju sinni yfir því, að
þjer takið að yður forstöðu Kvennaskólans á Blöndu-
ósi og óskar yður til hamingju með starfið.
Fundurinn«.
Þá var samþykt að senda fráfarandi formanni, frú
Guðnýju Björnsdóttur, svohljóðandi skeyti:
»Aðalfundur S. N. K. sendir þjer alúðarkveðju.
Fundurinn«.