Hlín - 01.01.1932, Side 11
Hlín
9
H eilbrigðismál:
Þóra Stefánsdóttir hafði fi'amsögu.
Taldi hún eitt aðalmál okkar vera að varðveita
heilsu barnanna, og yrði það best gert með því, að þau
hefðu hollan, góðan, íslenskan klæðnað og mat. Talaði
hún einnig um að kvenfjelögin ættu að reyna að hafa
hjálparstúlku starfandi á fjelagssvæðunum til þess að
taka upp störf heimilanna, ef húsmóðurinnar misti við.
Ýmsir tóku til máls„og var málið rætt á víð og dreif
og að lokum samþykt svohljóðandi tillaga frá fram-
sögumanni. »Fundurinn skorar á allar íslenskar mæð-
ur ao nota íslenskan ullarfatnað svo mikið sem unt er
handa börnum sínum og lítur svo á, að það sje eitt að-
alskilyrðið til að efla heilbrigði í landinu«.
Uppeldismál.
Framsögu hafði Kristbjörg Jónatansdóttir. Talaði
hún um uppeldi alment og lagði mikla áherslu á, hve
nauðsynlegt væri, að allir myndu jafnan eftir því, að
þeir ættu að vera hinum ungu til fyrirmyndar, og að
þekki'ng án siðferðisuppeldis væri lítils virði. Taldi að
konur ættu að vera í sólanefndum og með því starfi
beita uppeldisáhrifum sínum í skólunum. — Nokkrar
konur aðrar tóku til máls og tóku í sama strenginn.
Lesinn var kafli úr brjefi frá Sigríði Þorsteinsdótt-
ur, Saurbæ, Eyjafirði', þar sem hún fer fram á, að fyr-
ir fundinn verði lögð svohljóðandi tillaga:
»Fundurinn skorar á Alþingi og fræðslumálastjórn,
að sjá um að námsbækur verði gefnar út og seldar með
hagkvæmara móti og lægra verði en verið hefir«. Til-
lagan var samþykt.
Tillaga frá Ingibjörgu Eiríksdóttur borin upp og
samþykt: »Aðalfundur S. N. K. skorar á öll stærri
bæjarfjelög landsins a,ð koma upp hjá sjer leikvöllum
fyrir börn, undir góðri umsjón«,
%